Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt Guðbrandur Einarsson skrifar 31. mars 2023 09:01 Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það voru margir sem biðu óþreyjufullir eftir framlagningu fjármálaáætlunar sem nú hefur litið dagsins ljós. Ástæðurnar fyrir þessum spenningi eru augljósar. Heimilin glíma nú við mestu verðbólgu frá hruni, endurteknar vaxtahækkanir, stóraukna greiðslubyrði lána og mikla hækkun matarverðs. Fólk vonaði að ný fjármálaáætlun myndi bera þess skýr merki að fjármálaráðherra myndi nota ríkisfjármálin til að vinna gegn verðbólgunni og bæta hag heimilanna. Vonbrigðin verða því mikil núna þegar kemur í ljós að það er ekkert í áætluninni bendir til þess að staðan muni eitthvað lagast. Seðlabankinn er áfram skilinn eftir einn með það viðfangsefni að ná verðbólgu niður með þeim árangri að mörg heimili eru að bugast undan stóraukinni greiðslubyrði lána. Það er erfitt að ná utan um hverju þessi fjármálaáætlun á að skila öðru en því að halda sjó. Á tekjuhlið eru það helst að skattar á hreinorkubíla verða hækkaðir, gistináttagjald tekið upp að nýju, skattar á fyrirtæki verða hækkaðir um 1% í eitt ár, endurgreiðsla á VSK verður minnkuð úr 60% í 35% og síðan mjög óljós áform um hækkun auðlindaskatta sem gætu hugsanlega (eða ekki) komið til framkvæmda á seinni hluta fjármálaáætlunar eða þegar þessi ríkisstjórnin verður væntanlega farin frá. Allar þessar aðgerðir eiga að koma til framkvæmda í framtíðinni þótt vandinn sé núna. Margir stjórnarliða höfðu síðustu daga og vikur gefið í skyn að einhverjar breytingar kynnu að vera í vændum. Talað hefur verið um hvalrekaskatt, bankaskatt og hækkun auðlindagjalda, og hafa stjórnarliðar m.a. nefnt það í greinaskrifum að nú þyrftu breiðu bökin að taka á sig auknar byrðar. Ekkert af þessu er að finna í fjármálaáætlun og greinilega ekki á dagskrá ríkistjórnar að fara í slíkar aðgerðir. Ekki er heldur að sjá að verið sé að taka til á útgjaldahlið fjármálaáætlunar. Verið er að hækka aðhaldskröfu á suma málaflokka úr 1% - 2% og skoða á möguleika á að samnýta húsnæði stofnana betur. Þetta dregur eitthvað úr útgjöldum en dugar hvergi nærri til. Tískuorð fjármálaráðherra þessa stundina er frumjöfnuður sem útlit er fyrir að verði jákvæður á þessu ári. Það færi þá betur á því að sá „frumjöfnuður“ héldi sér út tímabil áætlunarinnar en ekki er útlit fyrir það. Síðast voru það „afkomubætandi aðgerðir“ sem voru tískuorðin. Það eru því vonbrigði að ekki sé hægt að finna aðgerðir sem geta hjálpað í baráttunni við verðbólguna og til þess að hjálpa heimilunum í landinu. Það verkefni bíður því næstu ríkisstjórnar hvenær sem það verður. Vonandi verður það sem fyrst. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun