Bjarni Fritzson: Við vorum í basli Þorsteinn Hjálmsson skrifar 31. mars 2023 21:40 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét ÍR tókst ekki að setja enn frekari pressu á lið KA í fallbaráttunni í Olís-deildinni í kvöld. ÍR-ingar töpuðu nefnilega með fimm marka mun gegn nýkrýndum bikarmeisturum Aftureldingar, 27-22. Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“ Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
Lokaniðurstaðan sýndi ekki rétta mynd af gangi leiksins en lengst af skildu aðeins tvö mörk liðin að. „Ég er sjúklega ánægður með þá, ekkert smá stoltur. Vorum að spila gegn heitasta liðinu í deildinni sem er búið að vera á svakalegu run-i og pakka yfir alla og við erum að gefa þeim heldur betur leik,“ sagði hnarreistur Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að leikslokum. „Við vorum í vandræðum með varnarleikinn þeirra allan leikinn sko, þeir eru bara góðir í vörn. Það er erfitt að eiga við þá, það er erfitt að opna þá. Þannig að við vorum í basli með það. Svo gerum við okkur seka um vitlausa skiptingu, löbbum í gegnum teiginn einu sinni, fáum línu, töpum boltanum og þessir feilar eru helvíti dýrir þegar þú ert bara tveimur mörkum undir og fjórar mínútur eftir,“ sagði Bjarni. Aðspurður hvað ÍR hefði getað gert betur sóknarlega þá var fátt um svör hjá Bjarna. „Ég þarf eiginlega að skoða það. Við vorum með nokkrar hugmyndir sem að virkuðu ekki nægilega vel, kannski hefði planið þurft að vera aðeins betra. Í gruninn náðum við bara ekki að opna þá. Það hafa fleiri lið verið í vandræðum með það, þeir eru það góðir og eitthvað sem ég sem þjálfari þarf bara að skoða hvað við hefðum geta gert betur.“ Aðeins tveir leikir eru eftir af Olís-deildinni og ÍR er tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni. ÍR-ingar ætla að berjast fyrir lífi sínu í deildinni segir Bjarni. „Við mætum á æfingu á morgun og höldum áfram á fullu. Þetta er bara geggjað. Ég er hrikalega ánægður með þá. Við erum að spila mjög góðan handbolta og við erum bara að berjast fyrir lífi okkar og við munum gera það þessa viku sem er eftir.“ Úlfur Gunnar Kjartansson, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald fyrir fólskulegt brot á Blæ Hinrikssyni í leiknum í kvöld. Að mati Bjarna var það hárréttur dómur. „Algjör klaufaskapur og ég er bara glaður að það sé allt í lagi með Blæ, hrikalega flottur strákur sem var ekki meint af. En þetta var algjör óþarfi og hárréttur dómur.“
Olís-deild karla ÍR Afturelding Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Sjá meira
Leik lokið: Afturelding - ÍR 27-22 | Mosfellingar stukku upp í þriðja sæti Afturelding vann góðan fimm marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 27-22. ÍR-ingar hefði lyft sér upp úr fallsæti með sigri, en í staðin lyftu Mosfellingar sér upp í þriðja sæti deildarinnar. 31. mars 2023 21:03
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni