Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 11:06 Handtökuskipun var nýverið gefin út á hendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Nú situr Rússland í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Getty/Contributor Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17