Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 11:06 Handtökuskipun var nýverið gefin út á hendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Nú situr Rússland í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Getty/Contributor Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Bandaríkjamenn segjast ekki geta komið í veg fyrir setu Rússa en fimmtán lönd, meðlimir í ráðinu, skipta með sér forsetastólnum á mánaðarfresti. Rússar eru fastir meðlimir í ráðinu ásamt Bandaríkjamönnum, Bretum, Frakklandi og Kína, og því ekki hægt að koma í veg fyrir setu þeirra. Föstu meðlimirnir fimm gegna veigamiklu hlutverki, enda hafa löndin neitunarvald. „Þetta er versti brandari í heimi, og það á fyrsta apríl. Seta Rússa í stól forseta er góð áminning um að hið alþjóðlega öryggiskerfi virki ekki sem skyldi,“ sagði Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu. Mykhailo Podolyak, einn aðalráðgjafi Úkraínuforseta, tók í sama streng og sagði aðstöðuna fáránlega. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins gáfu út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrr í mánuðinum fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Nú gegnir Rússland embætti forseta í öryggisráðinu, sem ber ábyrgð á því að tryggja frið. Þrátt fyrir að seta Rússa í stól forseta sé formleg að meginstefnu til segir Vasily Nebenzia, fulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann ætli að taka til hendinni. Hann segist ætla að ræða „nýja heimsskipan“ sem myndi koma í stað þeirra einsleitnu sem nú ríki. Volódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að öryggisráðið verði myndað upp á nýtt, þar sem ekki hafi verið gert nóg til að koma í veg fyrir innrás Rússa. Breska ríkisútvarpið greinir frá.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00 Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23 Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. 1. apríl 2023 08:00
Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. 17. mars 2023 15:23
Kallar eftir samstöðu með Pútín Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd. 29. mars 2023 13:17