Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. apríl 2023 23:58 Julian Assange handtekinn í sendiráði Ekvador 11. apríl 2019. Hann hefur síðan þá verið fangi í rammgerðasta fangelsi Bretlands. Jack Taylor/Getty Images Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum. Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Þann 21. desember 2017 kom Rommy Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar í Ekvador á fund með Julian Assange, stofnanda Wikileaks í sendiráðinu í Lundúnum. Ætluðu að smygla Assange til Ekvador Undanfarnar vikur hafði Lenin Moreno, þáverandi forseti Ekvador og spænskir lögfræðingar Assange, sett saman áætlun um að koma Assange út úr sendiráðinu, veita honum ekvadorskan ríkisborgararétt og diplómatavegabréf. Einungis sex manneskjur þekktu þessa áætlun. Samkvæmt henni átti að lauma Assange út úr sendiráðinu fjórum dögum síðar, á jóladag, aka honum í sendiráðsbifreið í gegnum Ermarsundsgöngin, líklegast til Sviss og þaðan átti svo að fljúga honum til Ekvador. Fangelsun Julian Assange mótmælt við Westminster þ. 11. febrúar sl. Dan Kitwood/Getty Images CIA grípur í taumana Daginn eftir þennan fund kröfðust bandarísk stjórnvöld þess að Assange yrði handtekinn. Áætlunin var þar með í uppnámi og við tók 2ja ára störukeppni sem lauk með því að Bretar handtóku Assange. En hvernig stendur á því að Bandaríkin komust á snoðir um ráðagerðirnar í sendiráðinu í Lundúnum? Jú, Vallejo, yfirmaður leyniþjónustunnar, hafði gert samning við lítið öryggisfyrirtæki sem var staðsett í sérríborginni Jerez de la Frontera í Andalúsíu á Spáni, sem heitir UCE Global. Stofnandi þess og eigandi heitir David Morales, fyrrverandi hermaður og málaliði. Fyrirtækið átti að tryggja öryggi starfsmanna og ekki síst Julian Assange. En Morales þessi var tvöfaldur í roðinu, og hann var búinn að svíkja atvinnuveitendur sína og selja allar upplýsingar til bandarísku leyniþjónustunnar. Allt sem fram fór á þessum örlagaríka fundi fór því rakleiðis til CIA. Seldi allar upplýsingar um Assange til CIA David Morales lék tveimur skjöldum um margra mánaða skeið. Spænska dagblaðið El País hefur afrit af samtölum, póstum og öðrum gögnum sem hafa gert blaðinu kleift að kortleggja í smáatriðum hvernig Assange var í raun svikinn í hendur bandarískum stjórnvöldum. Gögnin sýna að Morales var rekinn áfram af græðgi og draumum um eigin frama, heilindi við þá sem hann seldi þjónustu voru algert aukaatriði. Hann sætir nú rannsókn á Spáni, vegna gagna sem El País hefur lagt fram, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins, brot á trúnaði við viðskiptavini sína, fjársvik, mútur og peningaþvætti. Assange hefur setið í rammgerðasta öryggisfangelsi Bretlands í slétt fjögur ár, síðan í apríl 2019. Bandarísk stjórnvöld krefjast þess að hann verði framseldur, og leiddur fyrir dóm í Bandaríkjunum. Þar á hann 175 ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Hér má hlýða á hlaðvarp El País um málið, þar sem leikin eru brot af upptökum úr sendiráðinu og talað við tvo starfsmenn öryggisfyrirtækisins sem gætti Assange, þar sem þeir greina frá svikunum.
Bretland Mál Julians Assange Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira