Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 11:46 Max Verstappen verður á ráspól í Ástralíu. Peter Fox/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur. Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti. Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira