Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 11:46 Max Verstappen verður á ráspól í Ástralíu. Peter Fox/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur. Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Verstappen kom, sá og sigraði í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í morgun og hans besti hringur var rúmlega 0,2 sekúndum hraðari en besti hringur George Russell sem verður annar í rásröðinni á morgun. Liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, lenti hins vegar í vandræðum með bíl sinn í fyrsta hluta tímatökunnar og endaði utan brautar. Hann kom sér ekki af stað aftur og verður því aftastur í rásröðinni á morgun. Perez fagnaði sínum fimmta sigri á ferlinum í Formúlu 1 í síðustu keppni þegar hann kom fyrstur í mark í Sádí Arabíu, en nú er ansi ólíklegt að hann nái að fylgja þeim sigri eftir. This one is a tough to swallow. But we will work together as a team to solve the issues in the car and to minimize the damage in tomorrow’s race. We're going to try our best as always. #nevergiveup #australiangp pic.twitter.com/rInhIu93Gw— Sergio Pérez (@SChecoPerez) April 1, 2023 Þá verður áhugavert að fylgjast með slagnum milli gömlu erkifjendanna Lewis Hamilton á Mercedes og Fernando Alonso á Aston Martin, en þeir félagar ræsa hlið við hlið á morgun. Hamilton ræsir þriðji og Alonso fjórði. Ferrari-mennirnir Carlos Sainz og Charles Leclerc virðast einnig vera að stimpla sig snemma út úr toppbaráttunni því Sainz ræsir fimmti og Leclerc sjöundi. Lance Stroll, liðsfélagi Alonso hjá Aston Martin, skilur Ferrari-mennina að í sjötta sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira