Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2023 21:14 Hvirfilbylur skildi eftir sig rústir einar í Sullivan í Indiana. Tilkynnt var um dauðsföll á svæðinu eftir að óveðrið gekk yfir. AP Photo/Doug McSchooler Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu. Minnst 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að mikið óveður reið yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna í gær og nótt. Fjöldi fólks missti heimili sín vegna hvirfilbylja sem sköpuðust í óveðrinu og rifu í sig byggingar og allt annað sem fyrir var. Þá er nokkur fjöldi í sjálfheldu inni á heimilum sínum og bíður björgunaraðila. Tilkynningar bárust um allt að fimmtíu hvirfilbylji í gær í minnst sjö ríkjum, þar á meðal í Arkansas þar sem fimm eru látnir. Þrír eru látnir í Indíana, einn í Alabama og einn í Mississipi svo vitað er af. Bærinn Little Rock í Arkansas varð sérstaklega illa úti. „Við gættum að bílum á hvolfi. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrirtækja á staðnum. Tré féllu, rafmagnslínur sliguðust og gasleiðslur rofnuðu. Hér ríkið mjög alvarlegt neyðarástand," sagði Delphone D. Hubbard, slökkviliðsstjóri í Little Rock á blaðamannafundi í dag. Svo virðist sem fáir hafi átt von á að stormurinn væri jafn slæmur og hann reyndist vera. Íbúi í Little Rock, var í húðfegrun þegar stormviðvörunin skall á. „Ég fann að þrýstingurinn í eyrunum á mér féll og snyrtifræðingur minn sagði mér að fara af borðinu. Ég sá ekkert því augun mín voru límd aftur. Það var dimmt og ég fann að fæturnir á mér hreyfðust. Þegar við komum upp fuku hurðirnar upp á gátt. Þau sögðust finna fyrir gasleka. Ég var mjög hrædd enda gerðist þetta svo hratt.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira
Minnst 21 er látinn og tugir til viðbótar slasaðir eftir að mikið óveður reið yfir suður- og miðvesturríki Bandaríkjanna í gær og nótt. Fjöldi fólks missti heimili sín vegna hvirfilbylja sem sköpuðust í óveðrinu og rifu í sig byggingar og allt annað sem fyrir var. Þá er nokkur fjöldi í sjálfheldu inni á heimilum sínum og bíður björgunaraðila. Tilkynningar bárust um allt að fimmtíu hvirfilbylji í gær í minnst sjö ríkjum, þar á meðal í Arkansas þar sem fimm eru látnir. Þrír eru látnir í Indíana, einn í Alabama og einn í Mississipi svo vitað er af. Bærinn Little Rock í Arkansas varð sérstaklega illa úti. „Við gættum að bílum á hvolfi. Miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsnæði og húsnæði fyrirtækja á staðnum. Tré féllu, rafmagnslínur sliguðust og gasleiðslur rofnuðu. Hér ríkið mjög alvarlegt neyðarástand," sagði Delphone D. Hubbard, slökkviliðsstjóri í Little Rock á blaðamannafundi í dag. Svo virðist sem fáir hafi átt von á að stormurinn væri jafn slæmur og hann reyndist vera. Íbúi í Little Rock, var í húðfegrun þegar stormviðvörunin skall á. „Ég fann að þrýstingurinn í eyrunum á mér féll og snyrtifræðingur minn sagði mér að fara af borðinu. Ég sá ekkert því augun mín voru límd aftur. Það var dimmt og ég fann að fæturnir á mér hreyfðust. Þegar við komum upp fuku hurðirnar upp á gátt. Þau sögðust finna fyrir gasleka. Ég var mjög hrædd enda gerðist þetta svo hratt.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Sjá meira