Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir aprílgabbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 12:00 Hinn skrautlegi Peter Wright er ekki að koma til Íslands. Luke Walker/Getty Images Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum. Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot Pílukast Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot
Pílukast Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn