Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 16:19 Atvikið átti sér stað við Ráðhústorgið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Markús Már Efraím var í gær á gangi um Ráðhústorgið á Akureyri ásamt sonum sínum, átta og ellefu ára gömlum. Hann er búsettur í Reykjavík en er staddur í bænum til að kenna á námskeiði á bókasafninu í bænum vegna Barnamenningarhátíðar. Rigndi flöskum og dósum Í samtali við fréttastofu segir hann þá feðgana hafa verið nýbúna að fá sér að borða og voru að rölta aftur í íbúðina sem þeir gista í. „Svo heyri ég einhvern hvell við hliðina á okkur. Svo skellur full dós við hliðina á okkur og glerflaska. Það var greinilega einhver að kasta þessu. Þá lít ég í kringum mig til að sjá hvaðan þetta kom og sé þau einhverja gaura upp á svölum í íbúð. Þeir voru enn að kasta einhverjum hlutum og ég sá að þeir voru líka að hella vatni þarna niður yfir einhverja sem stóðu þarna,“ segir Markús. Ungt fólk í partýi Hann segir það hafa verið greinilegt að fólkið hafi verið að reyna að hitta feðgana þar sem enginn annar var nálægt þeim og voru þeir langt frá húsinu þaðan sem köstin komu. Hann segir að þarna hafi ungt fólk verið í leiguíbúð en hann er ekki með upplýsingar um hvort Íslendinga eða erlenda ferðamenn var að ræða. „Þetta var ungt fólk, þetta er stór íbúð og það virtist vera eitthvað partý þarna. Ég er búinn að senda skilaboð á eiganda íbúðarinnar. Hann er erlendis en ætlaði sjálfur að biðja lögregluna um að vísa fólkinu út,“ segir Markús. Hefðu getað stórslasast Hann hafði strax samband við lögregluna sem mætti á svæðið og fór inn í íbúðina. Þeir feðgarnir hinkruðu fyrir utan þar sem Markús vildi vita hvað lögreglan ætlaði að gera í málinu. Þarna hefðu þeir getað stórslasast. „Lögreglan tók svo niður nöfn okkar og kennitölur og sögðu að við gætum lagt fram kæru á lögreglustöð. Þeir eru væntanlega með upplýsingar um hvaða fólk þetta er. Fólkið skammaðist sín greinilega ekki mikið því þegar ég var að tala við lögregluna stóðu þeir í glugganum að senda börnunum mínum fingurinn og taka myndir af okkur,“ segir Markús. Ekki viss hvort hann kæri Hann er ekki viss hvort hann leggi fram kæru, mögulega sé það mikið vesen sem ekkert komi upp úr. Aftur á móti hafi einhver getað slasast alvarlega. Þá hafi gerendurnir alls ekki sýnt að þeir hafi séð eftir atvikinu. „Nú þora strákarnir mínir ekki að fara á Ráðhústorgið ef þessir menn myndu vera þarna. Þeir voru mjög hræddir. Þeir hafa áhyggjur af því að sjá þessa menn annars staðar í bænum. Ekki það að ég haldi að eitthvað muni gerast en börn eru börn, þau geta orðið hrædd,“ segir Markús.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira