Fyrir leikinn í dag var Southampton í neðsta sæti deildarinnar með 23 stig en West Ham með einu stigi meira sæti ofar.
Eina mark leiksins kom strax á 25. mínútu. Nayef Aguerd skoraði þá með skalla eftir sendingu frá Thilo Kehrer. Jarred Bowen átti skot í þverslána undir lok fyrri hálfleiks og þá var Paul Onuachu nálægt því að jafna undir lokin en skaut sömuleiðis í slá.
Með sigrinum er West Ham komið með 27 stig í deildinni og lyftir sér upp um heil fimm sæti í töflunni. Liðið er nú í 14. sæti en aðeins munar þremur stigum á Leicester sem er með 25 stig í næst neðsta sæti og Wolves sem er í 13. sæti.
Það stefnir því allt í afar spennandi botnbaráttu í ensku deildinni í vor.