Miðar á lokaleik Arsenal seljast á rúmar níu milljónir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2023 22:16 Stuðningsmenn Arsenal eru farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins í 19 ár. Julian Finney/Getty Images Nú þegar styttist í að titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni fari að ná hámarki fara stuðningsmenn hinna ýmissu liða að reyna að verða sér út um miða á mikilvæga leiki. Stuðningsmenn toppliðs Arsenal hafa borgað rúmar níu milljónir króna fyrir miða á seinasta leik liðsins á tímabilinu. Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Arsenal trónir á toppi deildarinnar með 72 stig þegar liðið á níu leiki eftir. Lundúnaliðið er með átta stiga forskot á ríkjandi Englandsmeistara Manchester City sem sitja í öðru sæti, en eiga þó einn leik til góða. Stuðningsmenn Arsenal eru því farnir að láta sig dreyma um fyrsta Englandsmeistaratitil félagsins frá því að liðið fór taplaust í gegnum tímabilið 2003-2004. Nítján ára bið gæti því verið á enda í vor. Eðlilega eru umræddir stuðningsmenn því orðnir spenntir fyrir seinustu níu leikjum tímabilsins. Liðið mætir Wolves í lokaumferð deildarinnar þann 28. maí og ef marka má grein frá breska götublaðinu The Sun hafa miðar á leikinn selst á allt að 53 þúsund pund sem samsvarar rétt rúmum níu milljónum íslenskra króna. Ticket prices for Arsenal last match of the season against Wolverhampton have hit the roof and it is being sold for a massive £53,000 each. Fans of Arsenal are fantasizing about the possibility of seeing their team win the English Premier League title on the 28th of May. pic.twitter.com/dJhuNBj73c— Futball News (@FutballNews_) March 30, 2023 Ljóst er að ef ríkjandi Englandsmeistarar Manchester City vinna alla sína tíu leiki sem liðið á eftir getur Arsenal í fyrsta lagi tryggt sér titilinn í lokaumferðinni. Enn á þó mikið vatn eftir að renna til sjávar og Arsenal og Manchester City eiga eftir að mætast einu sinni í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur fer fram þann 26. apríl og Skytturnar frá Norður-Lundúnum geta farið langleiðina með að tryggja sér titilinn með sigri þar.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Enski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira