Zuber var að skíða í skógi á skíðasvæðinu á Baker fjalli í Washingtonfylki í Bandaríkjunum þegar hann rakst á snjóbrettamann sem hafði komið sér í hann krappan. Hann hafði endað öfugur á bólakafi í púðursnjó, sem margir skíða- og snjóbrettamenn sækja í.
Zuber deildi myndbandi af björguninni á Instagramsíðu sinni ásamt varnarorðum til þeirra sem renna sér niður brekkur sér til yndisauka. Myndbandið má sjá hér að neðan.
„Fjöllin skeyta engu um hversu hæfileikaríkur eða vanur þú ert. Þeim er meira að segja sama um hvort að þú og félagar þínir séu að gera allt rétt,“ segir Zuber.
Þá segir hann að snjóbrettamaðurinn hafi verið vel undirbúinn og tilheyrt hópi fólks sem var með allan nauðsynlegan búnað og mikla reynslu.