Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 10:06 Viðbragðsaðilar á vettvangi sprengingarinnar á kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar í gær. Tugir særðust, þar af nokkrir alvarlega. AP Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Maksim Fomin, betur þekktur sem Vladlen Tatarskíj á samfélagsmiðlum, lét lífið þegar sprengja sprakk á viðburði á Street Food Bar #1 kaffihúsinu í miðborg Pétursborgar um miðjan dag í gær. Kaffihúsið var eitt sinn í eigu Jevgení Prigozhin, yfirmanns málaliðahópsins Wagner Group sem berst fyrir Rússa í Úkraínu. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni, þar af tíu alvarlega, að sögn AP-fréttastofunnar. Konan sem var handtekin heitir Darja Trepova og er 26 ára gömul. Hún var handtekin nokkrum klukkustundum eftir að móðir hennar og systir voru yfirheyrðar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að fréttir í Rússlandi hermi að Trepova hafi verið handtekin og haldið í gæsluvarðhaldi í nokkra daga í tengslum við mótmæli gegn innrásinni í febrúar í fyrra. Beðin um að skilja styttuna eftir ef hún kynni að vera sprengja Yfirvöld telja að sprengja hafi verið falin inni í brjóstmynd af Tatarskíj sem hann fékk að gjöf rétt áður en sprengjan sprakk. Á myndbandi frá kaffihúsinu heyrist Tatarskíj grínast með styttuna og setja hana á borð við hliðina á sér. AP-fréttastofan hefur eftir vitnum að konan hafi borið fram spurningar til Tatarskíj á viðburðinum. Hún hafi meðal annars sagst hafa gert brjóstmynd af honum en öryggisverðir hafi beðið sig um að skilja hana eftir við dyrnar ef vera skyldi að hún væri í raun sprengja. Eftir grín og hlátur hafi konan sótt styttuna og afhent Tatarskíj hana. New York Times hefur eftir rússneskum fjölmiðil að konan hafi kynnt sig sem myndhöggvara að nafni Natsja. Leiddar hafa verið að því líkur í sumum rússneskum fjölmiðlum að konunni kunni að hafa verið ókunnugt um sprengjuna. Tilræðismennirnri hafi notfært sér hana til þess að afhenda styttuna. Saka Úkraínumenn um að bera ábyrgð Nefnd gegn hryðjuverkastarfsemi, æðsta öryggisstofnun Rússlands í hryðjuverkamálum, sakar úkraínsku leyniþjónustuna um að hafa staðið að tilræðinu með fulltingi samtaka Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, sem situr í fangelsi. Trepova er lýst sem virkum stuðningsmanni samtakanna. Úkraínumenn gefa lítið fyrir þær ásakanir. Mykhailo Podoljak,ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði um innanhússátök í Rússlandi að ræða. „Köngulærnar éta hver aðra í krukku,“ tísti hann. Tilræðið í Pétursborg er þó talið minna á morðið á Darju Duginu, fjölmiðlakonu sem var ötull stuðningsmaður árásarinnar og dóttur þekkts öfgaþjóðernissinna og ráðgjafa Pútín, í ágúst. Bandaríska leyniþjónustan telur að einhverjir angar úkraínsku ríkisstjórnarinnar hafi gefið grænt ljós á bílsprengju sem varð Duginu að bana. Úkraínsku stjórnvöld þvertóku fyrir að bera ábyrgð á tilræðinu. Rannsóknarlögregumaður að störfum á Street Food Bar #1 í Pétursborg. Tatarskíj ræddi þar við stuðningsmenn innrásar Rússa í Úkraínu þegar sprengja sprakk.AP Rekur árásin til hóps róttæklinga Tatarskíj, sem var einarður stuðningsmaður innrásarinnar í Úkraínu, hafði engu að síður verið gagnrýninn á rússnesk stjórnvöld, herinn og jafnvel Vladímír Pútín forseta vegna klúðurs í stríðsrekstrinum. María Zakharova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að stjórnvöld í Kænugarði hafi lagt fæð á Tatarskíj. Hann og aðrir hernaðarbloggarar hafi lengi sætt hótunum Úkraínumanna. Prigozhin, yfirmaður Wagner Group, minntist Tatarskíj í myndbandi sem hann tók upp í gærkvöldi. Hann segist þó ekki telja að Úkraínumenn beri ábyrgð á dauða hans heldur „hópur róttæklinga“ sem tengist stjórnvöldum í Kænugarði ekki.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55 Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Telja Úkraínumenn hafa myrt dóttur ráðgjafa Pútíns Bandaríska leyniþjónustan telur að útsendarar úkraínskra stjórnvalda hafi staðið að bílsprengjuárás í Rússlandi sem varð dóttur ráðgjafa Vladímírs Pútín forseta að bana í sumar. Úkraínumenn eru sagðir hafa fengið skömm í hattinn frá bandamönnum sínum vegna tilræðisins. 5. október 2022 18:55
Dóttir „heila Pútíns“ talin hafa látist í bílsprengju Öflug bílasprenging varð í nágrenni Moskvu í kvöld með þeim afleiðingum að ökumaður bílsins lést. Talið er að ökumaðurinn hafi verið Daria Dugina, þrítug dóttir hins umdeilda heimspekings Alexanders Dugin. Myndband af vettvangi sýnir Dugin í miklu áfalli. 20. ágúst 2022 23:53