Handbolti

Logi um mál Björg­vins og Donna: „Mjög lík­legt að hann fái bann eða sekt“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristján Örn [Donni], Logi og Björgvin Páll.
Kristján Örn [Donni], Logi og Björgvin Páll. Vísir/Samsett

Mál Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar var til umræðu í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Logi Geirsson telur líklegt að Björgvin Páll verði dæmdur í bann eða fái sekt fyrir að senda Donna, Kristjáni Erni, skilaboð deginum fyrir leik.

„Hvað hefur átt sér stað í þessari viku milli þessara tveggja manna?“ spurði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, og gaf Loga Geirssyni orðið.

„Þetta er risastórt mál, ég gæti verið hérna í klukkutíma að tala um allskonar vinkla og svoleiðis en staðreyndin er sú að mér finnst mjög taktlaust af Bjögga að senda daginn fyrir leik. Ég þarf ekkert að þylja upp það sem Donni birtir.“

„PAUC sendir EHF [Handknattleikssamband Evrópu] og tilkynnir þetta mál. Eins og við sjáum í þessu öllu er að þetta er leiðinlegt fyrir alla og sportið. Að reka svona mál í fjölmiðlum, held að fólk sjái að þetta á ekki heima í sjónvarpinu. Þetta eru persónuleg samskipti,“ sagði Logi og hélt áfram.

Klippa: Logi um mál Björg­vins og Donna: Mjög lík­legt að hann fái bann eða sekt

„Ég veit ekki hvert ég vill fara með þetta. Ég held persónulega að það verði eitthvað gert í þessu máli. Þeir telja hann [Björgvin Pál] hafa brotið reglu, að hafa áhrif á leikmann. Þeir eru að mætast í Evrópukeppninni og hann segist vera tala sem landsliðsmaður.“

„Ég er ósammála því, hann er að hafa áhrif á leikmann daginn fyrir leik. Landsliðið fellur undir EHF og það er mjög líklegt finnst mér að hann fái bann eða sekt. Að mér vitandi er þetta í fyrsta skipti sem þessari reglu hefur verið beitt.“

„Landsliðið má ekkert við þessu og ég held ekkert endilega að Björgvin Páll hefði verið valinn, né Donni. Ég held bara að ef ég væri landsliðsþjálfari myndi ég bara kæla þetta mál.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Björgvin birtir öll samskiptin við Donna

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins í handbolta, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann sýnir öll skilaboðin á milli síns og Kristjáns Arnar Kristjánssonar fyrir leik PAUC og Vals í Evrópudeild karla í handbolta.

„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“

„Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×