Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2023 10:10 Ríki íslam lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmaðurinn lést en bróðir hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi. epa/Nigel Roddis Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC. Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC.
Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira