Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 17:13 Magne Kvam stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. „Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
„Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44