Páskaumferðin hefur gengið vel Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 13:14 Mikil umferð hefur verið um Reykjanesbraut síðustu daga enda margir á leið erlendis um helgina. Vísir/Egill Umferðin gekk stórslysalaust fyrir sig í gær að sögn lögreglu. Mikill straumur ökutækja var út úr höfuðborginni enda páskahelgin ein stærsta ferðahelgi ársins. Viðburðir eru um allt land og þá var mikil umferð á leið til Keflavíkurflugvallar og þaðan til suðlægari slóða. Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“ Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Margir hafa lagt land undir fót þessa helgina enda viðburðir úti um allt land. Umferðin hefur gengið vel að sögn lögreglu og lítið hefur verið um slys á fólki. Þó nokkrir ökumenn hafi ekið of geyst þá hafi allflestir farið sér hægt og komist heilu og höldnu á áfangastað. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði eins og alltaf um páskahelgina, það er blásið til heljarinnar veislu sem kölluð er Tindastuð á Sauðárkróki í tengslum við páskana sem og leik í úrslitakeppninni í körfubolta. Talsverð umferð hefur verið á Suðurlandsvegi enda fólk að skella sér í sumarbústað og svo er Siglufjörður alltaf vinsæll viðkomustaður á þessum árstíma og dagskrá á börum og veitingahúsum bæjarins alla helgina. Þá eru ótaldir þeir sem fara erlendis, en stríður straumur fólks liggur til Keflavíkur og þaðan til Tenerife en flugfélög hafa vart undan að flytja sólarþyrsta Íslendinga til eyjarinnar grænu. Bílastæði á Keflavíkurflugvelli eru full og umferð um Reykjanesbraut hefur verið mikil síðustu daga. Þórir Þorsteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir umferðina um Reykjanesbraut hafa gengið vel. „Það hefur verið talsverð umferð á brautinni, en allt bara gengið mjög vel. Öllu meiri umferð en venjulega, en það er svo sem alltaf mikil umferð á Reykjanesbraut.“ Talað hefur verið um að vegna bílastæðaleysis á flugvellinum séu ferðamenn að leggja í Keflavík og taka leigubíl þaðan á flugvöllinn. Þórir segist ekki hafa orðið var við slíkt. „Það hefur ekki komið neitt til okkar í dag. En auðvitað hefur maður heyrt umræðu um að þetta sé stundað.“
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Umferð Páskar Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira