„Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 15:32 Aflífa þarf nærri sjö hundruð kindur. Vísir/Vilhelm Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil. Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira