Fótbolti

Eriksen verður í hóp á morgun

Hjörvar Ólafsson skrifar
Christian Eriksen á æfingu með Manchester United í vikunni. 
Christian Eriksen á æfingu með Manchester United í vikunni.  Vísir/Getty

Christian Eriksen verður í leikmannahópi Manchester United þegar liðið mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í hádeginu á morgun.

Eriksen verð fyrir ökklameiðslum þegar Andy Carroll straujaði hann í bikarleik Manchester United gegn Reading í lok janúar síðastliðnum. 

Þessi 30 ára gamli sóknartengiliður hafði verið í stóru hlutverki hjá Manchester United áður en hann meiddist en Daninn hafði lagt upp sjö mörk og skorað eitt í þeim 19 deildarleikjum sem hann spilaði fyrir meiðslin. 

„Ég bjóst við að Eriksen yrði frá út leiktíðina þegar ég sá tæklinguna og ég var mjög reiður. Það er gott að fá hann til baka," sagði Erik Ten Hag, á blaðamannafundi í dag.

Hollenski knattspuyrnustjórinn sagði hins vegar að Luke Shaw verði ekki klár í slaginn í tæka tíð fyrir leikinn á morgun. Shaw varð fyrir meiðslum í 1-0 sigri Manchester United gegn Brentford í síðustu umferð deildarinnar á miðvikudaginn var.

Manchester United er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið situr í fjórða sæti deildarinnar með 53 stig 28 leiki en liðið hefur jafn mörg stig eftir jafn marga leiki og Newcastle United. 

Tottenham Hotspur kemur svo þar á eftir með 50 stig eftir að hafa spilað 29 leiki. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×