Ashley Barnes náði forystunni fyrir Burnley í fyrri hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Chuba Akpom metin fyrir heimamenn í Middlesbrough með marki úr vítaspyrnu.
Connor Roberts skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins fyrir Burnley á 66.mínútu en Jóhanni var skipt af velli á 79.mínútu.
Lokatölur 1-2 fyrir Burnley sem eru þar með búnir að tryggja sig upp um deild þó enn séu sex umferðir eftir af deildarkeppninni í ensku B-deildinni.
Burnley féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í kjölfarið var Manchester City goðsögnin Vincent Kompany ráðinn í stjórastarfið hjá félaginu og óhætt að segja að hann hafi byrjað vel í sínu fyrsta þjálfarastarfi í enska boltanum.