Þrumuveður setti strik í reikninginn og var ákveðið að fresta keppni til morguns eftir að tré rifnuðu upp með rótum á Augusta vellinum.
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að kylfingar verði ræstir út klukkan 12:00 á hádegi og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4.
Síðar í dag hefst svo þriðji keppnishringur og hefst útsending frá því klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4.
Brooks Koepka leiðir mótið á samtals tólf höggum undir pari en Spánverjinn Jon Rahm er skammt undan á samtals níu höggum undir pari.
The luck of the draw, the skill of the field and the weekend ahead. Friday's storylines were anything but dull. #themasters pic.twitter.com/V62BpoqSYC
— The Masters (@TheMasters) April 8, 2023