Alfons hóf leik á varamannabekknum þegar Twente fékk botnlið Cambuur í heimsókn en verulegur getumunurinn á liðunum kom snemma í ljós.
Twente leiddi með þremur mörkum gegn engu í leikhléi og úrslitin svo gott sem ráðin.
Alfons var skipt inná á 78.mínútu en þá var staðan orðin 4-0, Twente í vil, og reyndust það lokatölur leiksins.
Twente situr í 5.sæti deildarinnar og útlit fyrir að liðið muni fara í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu.