Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Snædís María Jörundsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni í fyrra. Hún er á leið á EM í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla. Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira
Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.
Stjarnan Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Sjá meira