Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 08:31 Rudi Garcia með Cristiano Ronaldo eftir að stórstjarnan gekk í raðir Al Nassr. Getty Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans. Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira