Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 10:37 Selenskí segir að ódæði eins og þau sem umrætt myndband sýni muni aldrei gleymast. Skjáskot og EPA Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. „Það getur enginn litið hjá því hve auðveldlega þessar skepnur drepa,“ sagði Selenskí í ávarpi sem hann birti í morgun. Hann sagði heiminn þurfa að sjá að myndbandið sýndi hið raunverulega Rússland. Umrætt myndband sýnir hvernig rússneskur hermaður hélt öskrandi úkraínskum hermanni niðri og skar af honum höfuðið á meðan annar stóð til hliðar, hvatti böðulinn áfram og tók ódæðið upp. Útlit er fyrir að myndbandið hafi verið tekið upp síðasta sumar eða haust en það fór í dreifingu á netinu í Rússlandi í gær. Selenskí sagði þetta alls ekkert einsdæmi. Rússar hefðu ítrekað sýnt hegðun sem þessa, eins og til dæmis í Bucha. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ „Ekki búast við því að þetta muni gleymast. Við munum ekki gleyma neinu og við munum ekki heldur fyrirgefa morðingjunum,“ sagði forsetinn og bætti við að öll ódæði Rússa í Úkraínu myndu hafa afleiðingar og nauðsynlegt væri að sigra Rússa. Til þess þyrftu Úkraínumenn aðstoð og kallaði hann eftir því. „Markmiðið er að vinna,“ sagði hann. The execution of a Ukrainian captive This is a video of Russia as it is. This is a video of trying to make just that the new norm.Everyone must react. Every leader. Don't expect it to be forgotten.We are not going to forget anything. The defeat of terror is necessary. pic.twitter.com/H8Or6HJnYW— (@ZelenskyyUa) April 12, 2023 Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ódæði eins og þetta lítur dagsins ljós í Úkraínu. Síðasta sumar var myndefni af höfði og höndum úkraínsks hermanns á stjökum í Popasna í Úkraínu í dreifingu. Það var um svipað leyti sem myndband af rússneskum hermönnum skera undan úkraínskum stríðsfanga með dúkahníf var í dreifingu. Myndbandið sýndi þrjá rússneska hermenn halda úkraínskum manni niðri, skera hann með dúkaníf og skjóta hann svo í höfuðið. Þá héldu Rússar því fram að myndbandið hefði verið sviðsett til að koma óorði á rússneska hermenn. Rannsakendur Bellingcat gátu þó borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Þá var í mars birt myndband sem tekið var upp af rússneskum hermanni sem sýndi ótilgreindan fjölda hermanna skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Myndbandið sýndi úkraínskan hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettu. Maðurinn með myndavélina virtist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn sagði: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. „Fáránlegt“ að Rússar stýri öryggisráðinu Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur einnig tjáð sig um myndbandið nýja. Hann líkir Rússum við vígamenn Íslamska ríkisins sem birtu fjölmörg aftökumyndbönd sem þessi. Þar sem böðlar skáru höfuð af föngum eða myrtu þá með öðrum leiðum. Kuleba segir fáránlegt að Rússland sé í forsæti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Rússneskir hryðjuverkamenn verða að vera reknir frá Úkraínu og úr Sameinuðu þjóðunum og draga þarf þá til ábyrgðar fyrir glæpi þeirra.“ A horrific video of Russian troops decapitating a Ukrainian prisoner of war is circulating online. It s absurd that Russia, which is worse than ISIS, is presiding over the UNSC. Russian terrorists must be kicked out of Ukraine and the UN and be held accountable for their crimes.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 12, 2023 Varnarmálaráðuneyti Úkraínu líkir Rússum við nasista en segir stærsta muninn á þeim vera að nasistarnir hafi reynt að leyna ódæðum sínum. Another horrifying video released by the russians yesterday. With each new crime committed in Ukraine over the last year, comparisons between russians and nazis have become more common. However, there s one striking difference. The nazis tried to hide their crimes from the world.— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 12, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Það getur enginn litið hjá því hve auðveldlega þessar skepnur drepa,“ sagði Selenskí í ávarpi sem hann birti í morgun. Hann sagði heiminn þurfa að sjá að myndbandið sýndi hið raunverulega Rússland. Umrætt myndband sýnir hvernig rússneskur hermaður hélt öskrandi úkraínskum hermanni niðri og skar af honum höfuðið á meðan annar stóð til hliðar, hvatti böðulinn áfram og tók ódæðið upp. Útlit er fyrir að myndbandið hafi verið tekið upp síðasta sumar eða haust en það fór í dreifingu á netinu í Rússlandi í gær. Selenskí sagði þetta alls ekkert einsdæmi. Rússar hefðu ítrekað sýnt hegðun sem þessa, eins og til dæmis í Bucha. Sjá einnig: „Ég er búinn að drepa svo mikið af borgurum“ „Ekki búast við því að þetta muni gleymast. Við munum ekki gleyma neinu og við munum ekki heldur fyrirgefa morðingjunum,“ sagði forsetinn og bætti við að öll ódæði Rússa í Úkraínu myndu hafa afleiðingar og nauðsynlegt væri að sigra Rússa. Til þess þyrftu Úkraínumenn aðstoð og kallaði hann eftir því. „Markmiðið er að vinna,“ sagði hann. The execution of a Ukrainian captive This is a video of Russia as it is. This is a video of trying to make just that the new norm.Everyone must react. Every leader. Don't expect it to be forgotten.We are not going to forget anything. The defeat of terror is necessary. pic.twitter.com/H8Or6HJnYW— (@ZelenskyyUa) April 12, 2023 Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ódæði eins og þetta lítur dagsins ljós í Úkraínu. Síðasta sumar var myndefni af höfði og höndum úkraínsks hermanns á stjökum í Popasna í Úkraínu í dreifingu. Það var um svipað leyti sem myndband af rússneskum hermönnum skera undan úkraínskum stríðsfanga með dúkahníf var í dreifingu. Myndbandið sýndi þrjá rússneska hermenn halda úkraínskum manni niðri, skera hann með dúkaníf og skjóta hann svo í höfuðið. Þá héldu Rússar því fram að myndbandið hefði verið sviðsett til að koma óorði á rússneska hermenn. Rannsakendur Bellingcat gátu þó borið kennsl á manninn sem misþyrmdi og myrti úkraínska hermanninn á myndbandinu. Sá tilheyrir téténskri hersveit í rússneska hernum en frekari upplýsingar um hvernig hann var fundinn má finna á vef samtakanna. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Þá var í mars birt myndband sem tekið var upp af rússneskum hermanni sem sýndi ótilgreindan fjölda hermanna skjóta úkraínskan stríðsfanga til bana. Myndbandið sýndi úkraínskan hermann standa í grunnum skurði, reykjandi sígarettu. Maðurinn með myndavélina virtist vera að bakka frá honum þegar úkraínski hermaðurinn sagði: „Slava Ukraini“ eða „Lifi Úkraína“. Við það var hann skotinn margsinnis af nokkrum rússneskum hermönnum og sagði einn þeirra eftir á: „Drepstu hundur“. „Fáránlegt“ að Rússar stýri öryggisráðinu Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, hefur einnig tjáð sig um myndbandið nýja. Hann líkir Rússum við vígamenn Íslamska ríkisins sem birtu fjölmörg aftökumyndbönd sem þessi. Þar sem böðlar skáru höfuð af föngum eða myrtu þá með öðrum leiðum. Kuleba segir fáránlegt að Rússland sé í forsæti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. „Rússneskir hryðjuverkamenn verða að vera reknir frá Úkraínu og úr Sameinuðu þjóðunum og draga þarf þá til ábyrgðar fyrir glæpi þeirra.“ A horrific video of Russian troops decapitating a Ukrainian prisoner of war is circulating online. It s absurd that Russia, which is worse than ISIS, is presiding over the UNSC. Russian terrorists must be kicked out of Ukraine and the UN and be held accountable for their crimes.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) April 12, 2023 Varnarmálaráðuneyti Úkraínu líkir Rússum við nasista en segir stærsta muninn á þeim vera að nasistarnir hafi reynt að leyna ódæðum sínum. Another horrifying video released by the russians yesterday. With each new crime committed in Ukraine over the last year, comparisons between russians and nazis have become more common. However, there s one striking difference. The nazis tried to hide their crimes from the world.— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 12, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06 Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06 Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:33
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. 12. apríl 2023 07:19
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. 11. apríl 2023 09:06
Rússum hafnað í atkvæðagreiðslum um nefndarsæti hjá Sameinuðu þjóðunum Rússland fór á mis við þrjú sæti í ráðum og nefndum Sameinuðu þjóðanna í þessari viku. Atkvæðagreiðslur um sætin fóru fram á vettvangi Efnahags- og félagsmálaráðsins (ECOSOC). 8. apríl 2023 10:06
Íslendingar auka framlög sín til öryggis- og varnarmála Fjárhagslegur stuðningur Íslands við Úkraínu í fyrra og á þessu ári er um 4,5 milljarðar króna. Ísland er að auka framlög sín almennt til öryggis- og varnarmála eins og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins. Bandalagið hefur áhyggjur af auknu samstarfi Rússa og Kínverja og umsvifum Kína á Kyrrahafi. 5. apríl 2023 19:31