Hinn látni karlmaður um áttrætt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2023 11:49 Skipverjar kölluðu strax eftir aðstoð þegar þeir sáu bíl fara í sjóinn. Aðsend Maðurinn sem lést eftir að bifreið hans fór í höfnina í Vestmannaeyjum í gærkvöldi var karlmaður um áttrætt. Yfirlögregluþjónn segir Eyjamenn slegna vegna atburðarins. Rannsókn á tildrögum slyssins er hafin. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“ Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Það var á níunda tímanum í gærkvöldi sem skipverjar á leið til hafnar tóku eftir því að bíll fór í höfnina við Nausthamarsbryggju og hringdu þeir samstundis eftir aðstoð. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að allt tiltækt viðbragð hafi verið ræst út og að vel hafi gengið að koma mannskapnum á sem skemmstum tíma á vettvang. „Það er björgunarfélagið, sjúkraflutningamenn, læknar, kafarar. Þetta skipti nokkrum tugum manna með tæki og annað,“ segir Jóhannes. „Aðgerðin sjálf gekk mjög vel. Það var búið að ná manninum úr bílnum á innan við hálftíma þannig að allar aðgerðir á vettvangi gengu mjög vel og sérstaklega ástæða til að geta þess. Því miður tókst okkur ekki að endurlífga manninn, því miður.“ Vinna hófst í kjölfarið við að ná bifreiðinni upp úr sjónum og rannsókn hófst þegar í stað á vettvangi. Jóhannes segir að ekki sé uppi grunur um að neitt saknæmt hafi átt sér stað. „Við tilkynnum þetta, eins og vera ber, til nefndar um samgönguslys og þeir eru væntanlegir hingað í dag og síðan er þetta að öðru leyti rannsakað hér heima í héraði að öðru leyti.“ Á þessari stundu sé ekki vitað um orsök þess að bíllinn, með ökumanninum innanborðs, endaði í sjónum. „Það á eftir að koma í ljós við rannsókn málsins.“ Búið er að bera kennsl á hinn látna en Jóhannes segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja frá nafni hans. Hann var karlmaður um áttrætt. Hvernig er hljóðið í Eyjamönnum? „Það er eðlilega slegið. Þetta er náttúrulega lítið samfélag og allir þekkjast hér og náttúrulega eðlilegt að það hafi áhrif á samfélagið. Fyrst og fremst er samúðin og hugurinn hjá fólkinu og aðstandendum mannsins.“
Vestmannaeyjar Samgönguslys Lögreglumál Tengdar fréttir Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Sjá meira
Ökumaðurinn úrskurðaður látinn Bíll fór í höfnina við bryggju í Vestmannaeyjum í kvöld. Einn ökumaður var í bílnum og tókst að ná honum upp úr sjónum. Endurlífgunartilraunir hófust þegar í stað en lögreglan segir þær ekki hafa borið árangur. 11. apríl 2023 21:24