Von á hlýindum og góðu vorveðri Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. apríl 2023 12:59 Fólk ætti að geta stundað jóga og aðra heilsurækt utandyra á næstunni. Svo styttist auðvitað í sumarið. Vísir/Vilhelm Það gæti stefnt í einn hlýjasta aprílmánuð frá upphafi mælinga ef langtímaspár ganga eftir. Von er á hlýju lofti yfir landið eftir helgi og góðu vorveðri í kringum sumardaginn fyrsta. Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar. Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Það sem af er mánuði hefur hiti almennt verið yfir meðallagi og umskiptin frá kuldakastinu í mars því ansi snögg. Mars var raunar sá kaldasti á landinu í fjörutíu og fjögur ár og nú gæti aprílmánuður einnig orðið sögulegur - en af öðrum og kannski ánægjulegri ástæðum. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir von á góðu vorveðri í næstu viku. „Það er spáð háþrýstisvæði yfir Bretlandseyjum og þar norður af og við það berst til okkar mildara loft úr suðaustri. Það er verið að spá sérlega mildu veðri hér þegar líður fram á næstu viku, í kringum sumardaginn fyrsta eða svo, og áfram,“ segir Einar í samtali við fréttastofuna en hann rýnir einnig í spána á vefsíðu Bliku. Samkvæmt langtímaspá norsku veðurstofunnar gæti hiti náð tveggja stafa tölu í næstu viku en Einar dregur aðeins í land. „Það þykir allt gott sem er á milli fimm til níu stig í aprílmánuði og maður finnur svo ylinn frá sólinni. En ef þetta gengur eftir stefnir í áframhaldandi öfga í veðurfarinu eins og verið hefur. Það er að segja hlýjan aprílmánuð, og ef ekki gerir hret síðustu vikuna, þá gæti mánuðurinn orðið samanburðarhæfur við apríl 2019.“ Aprílmánuður gæti orðið sérlega hlýr.vísir/Vilhelm Sá aprílmánuður var sá hlýjasti frá upphafi mælinga víða um land og meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig. Einar segir þó of snemmt að segja hvort sumardagurinn fyrsti marki þá jafnframt raunverulegt upphaf sumarsins. „Hretin hér á landi geta sýnt sig allan maí og fram í júní en það veitir ekki af eftir þennan kalda vetur að fá sólríkan og hlýjan maí til að losna við klakann úr jörðinni og undirbúa okkur betur fyrir sumarkomuna,“ segir Einar.
Veður Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira