Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 12. apríl 2023 17:35 Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. Greint var frá því í dag að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hafi verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í morgun. Nokkrir íslenskir lögreglumenn komu að aðgerðunum og verða þeir áfram úti þar til annað verður ákveðið. Er Sverrir grunaður um að vera einn af höfuðpaurunum í glæpasamtökum sem sérhæfa sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Eru samtökin grunuð um að standa að umfangsmiklum fíkniefnaflutningi til Evrópu. Í samtali við fréttastofu segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, að lögreglan hér á landi hafi í langan tíma unnið að því að styrkja samskipti sín við yfirvöld í Brasilíu og fleiri ríkjum Suður-Ameríku. Lögreglan hafi tekið eftir talsverðum tengingum milli skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og í Brasilíu. Klippa: Sveddi tönn handtekinn í Brasilíu Hann segir engar aðgerðir hafa farið fram hér á landi en rannsóknin er á forræði yfirvalda í Brasilíu. Aðspurður hvort fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið segir Karl Steinar að ekki sé hægt að útiloka það. Brasilíski fjölmiðillinn Globo heldur því fram að þetta sé Sverrir er hann var handtekinn í morgun.Skjáskot/Globo „Það er ekki hægt að útiloka það og brasilísk yfirvöld munu greina meira frá því. Þau hafa forræði og munu greina frá öllu í kringum málið,“ segir Karl Steinar. Sumarið 2022 var lagt hald á hundrað kíló af kókaíni í Hollandi sem fjórir Íslendingar voru dæmdir fyrir að reyna að flytja inn til Íslands. Kom sendingin upphaflega frá Brasilíu en gat Karl Steinar ekki tjáð sig um hvort það mál tengdist handtökunum í morgun. OPERAÇÃO PF | 250 policiais cumprem 49 mandados de busca e 33 de prisão na operação Match Point. Foram bloqueadas 43 contas bancárias, e sequestrados 57 imóveis e diversos veículos e embarcações. Os bens podem superar R$ 150 milhões. Saiba mais: https://t.co/yagMppoUzm pic.twitter.com/MgR0qqXHRb— Polícia Federal (@policiafederal) April 12, 2023 „Það er ekki hægt að útiloka það, það auðvitað tengist Brasilíu. Málið er komið á svo stuttan veg að það er ekki rétt hjá okkur að tjá okkur meir um það á þessu stigi. Þessi mynd mun skírast eins og fram líður,“ segir Karl Steinar. Hann segir að það muni skýrast síðar hvort Sveddi tönn verði framseldur hingað til lands eða ekki. Engin slík ákvörðun hafi verið tekin. „Þetta er stórt mál, meira að segja á brasilískum mælikvarða. Ég held að þetta sýni það umhverfi sem við erum farin að starfa í,“ segir Karl Steinar. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband. Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Greint var frá því í dag að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hafi verið handtekinn ásamt öðrum í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í morgun. Nokkrir íslenskir lögreglumenn komu að aðgerðunum og verða þeir áfram úti þar til annað verður ákveðið. Er Sverrir grunaður um að vera einn af höfuðpaurunum í glæpasamtökum sem sérhæfa sig í peningaþvætti og fíkniefnaviðskiptum. Eru samtökin grunuð um að standa að umfangsmiklum fíkniefnaflutningi til Evrópu. Í samtali við fréttastofu segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra, að lögreglan hér á landi hafi í langan tíma unnið að því að styrkja samskipti sín við yfirvöld í Brasilíu og fleiri ríkjum Suður-Ameríku. Lögreglan hafi tekið eftir talsverðum tengingum milli skipulagðrar brotastarfsemi hér á landi og í Brasilíu. Klippa: Sveddi tönn handtekinn í Brasilíu Hann segir engar aðgerðir hafa farið fram hér á landi en rannsóknin er á forræði yfirvalda í Brasilíu. Aðspurður hvort fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við málið segir Karl Steinar að ekki sé hægt að útiloka það. Brasilíski fjölmiðillinn Globo heldur því fram að þetta sé Sverrir er hann var handtekinn í morgun.Skjáskot/Globo „Það er ekki hægt að útiloka það og brasilísk yfirvöld munu greina meira frá því. Þau hafa forræði og munu greina frá öllu í kringum málið,“ segir Karl Steinar. Sumarið 2022 var lagt hald á hundrað kíló af kókaíni í Hollandi sem fjórir Íslendingar voru dæmdir fyrir að reyna að flytja inn til Íslands. Kom sendingin upphaflega frá Brasilíu en gat Karl Steinar ekki tjáð sig um hvort það mál tengdist handtökunum í morgun. OPERAÇÃO PF | 250 policiais cumprem 49 mandados de busca e 33 de prisão na operação Match Point. Foram bloqueadas 43 contas bancárias, e sequestrados 57 imóveis e diversos veículos e embarcações. Os bens podem superar R$ 150 milhões. Saiba mais: https://t.co/yagMppoUzm pic.twitter.com/MgR0qqXHRb— Polícia Federal (@policiafederal) April 12, 2023 „Það er ekki hægt að útiloka það, það auðvitað tengist Brasilíu. Málið er komið á svo stuttan veg að það er ekki rétt hjá okkur að tjá okkur meir um það á þessu stigi. Þessi mynd mun skírast eins og fram líður,“ segir Karl Steinar. Hann segir að það muni skýrast síðar hvort Sveddi tönn verði framseldur hingað til lands eða ekki. Engin slík ákvörðun hafi verið tekin. „Þetta er stórt mál, meira að segja á brasilískum mælikvarða. Ég held að þetta sýni það umhverfi sem við erum farin að starfa í,“ segir Karl Steinar. Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband.
Hver er Sveddi tönn? Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 en brotaferill hans hófst við sextán ára aldur. Fyrst um sinn var um minniháttar fíkniefna- og umferðarlagabrot að ræða. Hann fékk viðurnefnið Sveddi tönn út af tannlýti. Árið 2000 var Sverrir dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að stóru fíkniefnamáli. Dómurinn þótti mjög þungur og málið sem kallað var „Stóra fíkniefnamálið“ óhug þar sem finna mátti vísi að mikilli skipulagningu og hörku í undirheimum. Þrettán fengu dóm í málinu og var refsing Sverris sú næstþyngsta. Ári síðar var tannlæknir dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti tengt Sverri. Um var að ræða fyrsta peningaþvættismálið sem sakfellt var fyrir hér á landi. Eftir að hafa afplánað dóm sinn virðist Sverrir hafa flutt úr landi. Hann var tengdur við rannsókn lögreglu á starfsemi vændishúss í Ármúla 2006 en ekki var ákært í málinu. Nokkru síðar fékk hann níu ára dóm á Spáni fyrir fíkniefnasmygl. Sverrir náði að flýja land og afplánaði aldrei á Spáni. Það var svo í nóvember 2012 sem Sverrir var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir að hafa skipulagt smygl á um fimmtíu þúsund E-töflum. Þegar Sverrir var handtekinn í tengslum við það mál sagði yfirmaður í lögreglunni ytra: „Við lögðum út net og náðum hákarli.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sverrir laus úr fangelsi í Brasilíu en kominn í annað úrræði þar sem hann gekk með ökklaband.
Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Lögreglumál Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira