Ben Chilwell var sendur af velli í síðari hálfleik fyrir að rífa Rodrygo niður rétt fyrir utan vítateig. Staðan var þá 1-0 en heimamenn bættu við öðru marki eftir að Chilwell var sendur í sturtu og því á Chelsea einkar erfitt verkefni fyrir höndum á Brúnni eftir viku.
„Ég er stoltur af leikmönnunum 10 sem kláruðu leikinn. Það er sem er svekkjandi er að við gefum þeim fast leikatriði og slökkvum á okkur í kjölfarið. Mér fannst þeir ekki fara í gegnum okkur þegar við vorum með 10 menn á vellinum. Það var út af andanum sem við sýndum. Við fengum okkar færi: João Félix, Raheem Sterling og Mason Mount.“
„Það voru nokkrir fínir hlutir en úrslit leiksins eru raunveruleikinn. Einstakir hlutir geta átt sér stað á Brúnni [e. Stamford Bridge, heimavelli Chelsea]. Við verðum að trúa. Það er nóg í þessu, þó þeir séu með jafn gott lið og raun ber vitni. Það skorti smá trú. Leikmennirnir vita ekki hversu góðir þeir eru. Það var nokkuð um fína drætti. Við munum berjast í næstu viku.“
„Við verðum að vera jákvæðari. Ef við gerum það, ég hef upplifað slík kvöld á Brúnni,“ sagði Lampard að endingu en hann lék á sínum tíma hundruð leikja fyrir Chelsea og vann fjölda titla.