Seldi milljarðamæringi fasteignir án þess að gefa það upp Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2023 23:04 Clarence Thomas og milljarðamæringurinn Harlan Crow eru gamlir vinir. Dómarinn hefur þegið nær árlegar lúxusferðir frá vini sínum sem hann hefur aldrei gert grein fyrir. AP/J. Scott Applewhite Bandarískur hæstaréttardómari seldi milljarðamæringi og þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins fasteignir án þess að geta þess í hagsmunaskráningu sinni. Áður hafði verið upplýst að dómarinn þáði lúxusferðir frá milljarðamæringnum sem hann gerði aldrei grein fyrir. Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Rannsóknarblaðamennskusamtökin Pro Publica greindu nýlega frá fjölda lúxusferða sem Clarence Thomas, íhaldssamasti dómarinn við Hæstarétt Bandaríkjanna, hefur þegið frá Harlan Crow, milljarðamæringi frá Texas sem hefur styrkt Repúblikanaflokkinn um árabil. Thomas og Crow eru vinir og skráði dómarinn ferðirnar, sem Crow greiddi fyrir, ekki í hagsmunaskráningu sína. Bar hann því við að hann hafi aðeins notið „gestrisni“ vinar síns og honum hafi ekki borið að skrá það. Thomas og eiginkona hans hafa þegið ferðir frá Crow á næstum hverju ári undanfarna tvo áratugi. Nú greinir sami miðill frá því að Crow hafi keypt tvær auðar lóðir og hús móður Thomas í Georgíu af dómaranum. Thomas gat viðskiptanna heldur ekki hagsmunaskráningu sinni. Pro Publica segir þetta fyrsta staðfesta dæmið um að Thomas hafi tekið beint við fé frá Crow. Lét strax gera upp hús móður dómarans Opinber gögn sýna að félag í eigu Crow greiddi Thomas, móður hans og fjölskyldu látins bróður dómarans rúmlega 133.000 dollara, jafnvirði rúmlega átján milljóna íslenskra króna, árið 2014. Skömmu eftir viðskiptin lét Crow gera upp hús móður Thomas fyrir tugi þúsunda dollara, milljónir íslenskra króna. Samkvæmt lögum bar Thomas að gera grein fyrir viðskiptunum en það gerði hann aldrei. Sérfræðingar sem Pro Publica ræddi við telja að Thomas hafi þannig brotið lög. Thomas svaraði ekki spurningum miðilsins vegna umfjöllunarinnar. Crow svaraði heldur ekki spurningum miðilsins en sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist meðal annars ætla að breyta húsi móður Thomas í safn til að segja sögu dómarans. NEW: Billionaire Harlan Crow bought property from Clarence Thomas in undisclosed real estate deal.Crow netted two vacant lots and the house where Thomas elderly mother was living. It s unclear if he paid fair market value.https://t.co/j9byPGpUnIw/ @js_kaplan @Amierjeski— Justin Elliott (@JustinElliott) April 13, 2023 Öldungadeildarþingmenn demókrata hafa hvatt John Roberts, forseta hæstaréttar, til þesss að rannsaka boðsferðir Thomas með Crow. Samkvæmt umfjöllun Pro Publica hefði ein ferða Thomas með Crow til Indónesíu getað kostað hann um hálfa milljón dollara, hátt í 68 milljónir króna, ef hann hefði þurft að greiða sjálfur fyrir leiguflugvél og snekkju.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira