Mjólkurafurðir hækka minnst í verði á Íslandi Erna Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2023 15:31 Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Um nýliðna páskahelgi steig formaður Viðreisnar fram í grein á Vísi og lýsti eigin undrun og skelfingu við að greiða fyrir mat á Íslandi. Var helst á henni að skilja að allt stafaði það af stöðu Mjólkursamsölunnar á markaði hérlendis og var engu til sparað í lýsingum á afleiðingum þess. Verðhækkanir á mjólk innan ESB og á Íslandi Nú er það staðreynd sem í engu var vikið að í þessari grein að hvergi innan ESB hafa mjólk og mjólkurvörur hækkað minna í verði sl. 12 mánuði en hér á landi. Þegar hækkanir milli febrúar 2022 og febrúar 2023 eru skoðaðar sést að á Íslandi hækkuðu mjólk og mjólkurvörur um 13,4% en um 28,4% að meðaltali í ESB, minnst á Möltu um 13,5%. Undanfarin þrjú ár hafa dunið á nær fordæmalausar hækkanir á verði margra mikilvægra aðfanga til matvælaframleiðslu. Þannig geta kúabændur lesið í bókhaldi sínu að á síðastliðnum þremur árum hefur hækkun aðfanga til mjólkurframleiðslu meðal annars birst í 110% hækkun á áburði, 50% hækkun á kjarnfóðri, 76% hækkun á olíu og 70% hækkun á rúlluplasti. Á þessum tíma, frá 1. janúar 2020, hefur verð til mjólkurframleiðenda hins vegar hækkað um 34,7% sem hefur þó ekki dugað til að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem bændur hafa orðið fyrir. Með öðrum orðum bændur hafa engar launahækkanir fengið á tímabilinu. Til samanburðar hefur mjólkurverð til danskra kúabænda hækkað um 80% á sama tíma. Tollaniðurfellingar á Spáni til lækkunar verðbólgu? En formaður Viðreisnar lætur gamminn síðan geisa áfram og bregður þar fyrir nokkurri „sannleiksförðun“ svo notað sé hugtak sem er fengið að láni frá lögfræðingi hér í borginni. Hún heldur því t.d. fram að niðurfelling tolla á matvöru hafi gefið góða raun sem viðbragð við verðbólgu á Spáni. Auðvitað ætti hún að vita betur. Spánn sem aðili að tollabandalagi ESB fellir ekki einhliða niður neina tolla. Það sem gerðist á Spáni var að virðisaukaskattur á mikilvægar matvörur var ýmist felldur niður (brauð, ostar, mjólk ávextir grænmeti og korn) eða lækkaður (pasta og matarolíur). Hér á landi hefur ekki verið valið að fara slíka leið. Þetta kann þó að skýrast af því að mjólkurverð á Spáni hækkaði sem dæmi um 25,3% á ársgrundvelli miðað við febrúar sl. og matvælaverð almennt um 16,7% meðan almenn verðbólga á sama tíma var 6% samkvæmt upplýsingum á vefsvæði ESB um fæðuöryggi. Er betra að veifa röngu tré en öngvu? Ekki er heldur hægt annað en að kalla það „sannleiksförðun“ að segja Mjólkursamsöluna vera einokunarfyrirtæki sem hafi komist í þá stöðu í skjóli verndartolla. Mjólkursamsalan telst vissulega hafa markaðsráðandi stöðu en hefur um leið ríkar skyldur. Eigendur hennar bera þá skyldu að sækja og kaupa alla mjólk sem bændur framleiða á sama verði um allt land, verði sem ákveðið er af opinberri nefnd. Á sama hátt greiða kaupendur vara frá MS sama verð hvar sem er á landinu. Tollar á innfluttar mjólkurvörur eru hluti af starfsumhverfi kúabænda sem saman eiga MS (Auðhumla sem er samvinnufélag kúabænda að 80% og Kaupfélags Skagfirðinga sem m.a. er í eigu kúabænda í Skagafirði að 20%). Mjólkursamsalan ehf er því fyrirtæki í eigu þessara framleiðenda og starfar á grundvelli 71. greinar búvörulaga sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætti að þekkja til. Afurðir fyrirtækisins eru einnig að stórum hluta verðlagðar af opinberri nefnd. Gleðilega páska 2024 Það verður eflaust margt ritað og rætt um matvælaverð næsta árið en páskana 2024 ber þá upp á sunnudaginn 31. mars. Vonandi mun þau sem þátt taka í þeim umræðum halda sig við efnislegar staðreyndir en ekki slengja fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar