Björn Leví sver af sér ásakanir um gerendameðvirkni Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 15:29 „Algerlega mér að kenna bara,“ segir þingmaðurinn. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur í þrígang þurft að uppfæra færslu um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, sem hann birti á Facebook í gærkvöldi, eftir að fjöldi fólks sakaði hann um gerendameðvirka orðræðu. „Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan: Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Það er alveg ótrúlegt að það taki svona langan tíma að komast að því að það sé ekkert athugavert í þessu máli. Þvílíkt rugl. Miðað við endurtekningarnar í þessu var erfitt að álykta annað en að þau væru með öflugt mál en svo gerist ekkert. Þvílíkt mannorðsmorð sem þetta er miðað við þessa niðurstöðu,“ þetta sagði Björn Leví á Facebooksíðu sinni klukkan 18 í gærkvöldi. Svo virðist sem færslan hafi farið öfugt ofan í ansa marga vini Björns Levís á Facebook, en þegar fréttin er skrifuð hafa 130 athugasemdir verið ritaðar við færsluna. Þá hafa flokkssystkini hans fjallað um færsluna í Pírataspjallinu á Facebook. Þar virðast flestir ósammála Birni varðandi það að málsmeðferðartíminn sé lengri en gengur og gerist og að óheppilegt sé að segja að ekkert athugavert væri í máli Gylfa. Síðan hann birti færsluna hefur hann uppfært hana þrisvar sinnum, klukkan 22:18, 23:13 og loks 23:42. Síðasta uppfærslan hljóðar svo: „UPPFÆRSLA. Til að hafa það alveg kristaltært þá þýðir það ekki að „ekkert athugavert“ hafi gerst þegar lögregla lætur mál falla niður. Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki notað nærgætnara orðalag - ég bjóst við því að „þvílíkt rugl“ gerði meiningu mína skýra gagnvart þessari niðurstöðu lögreglunnar. Augljóslega var það rangt metið hjá mér. Algerlega mér að kenna bara,“ segir Björn Leví. Færslu Björns Levís og athugasemdir við hana má sjá hér að neðan:
Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Erlend sakamál Tengdar fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04 KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
Þingmaður segir mál Gylfa ómannúðlegt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að Vesturlönd þurfi að rifja upp grundvallarreglur réttarríkisins. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns sanni það. Gylfi Þór er laus allra mála eftir að hafa sætt farbanni í Bretlandi í tæplega tvö ár. 14. apríl 2023 15:04
KSÍ tjáir sig ekki um mál Gylfa strax KSÍ ætlar ekki að tjá sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar að svo stöddu. Í dag var greint frá því að hann yrði ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi. 14. apríl 2023 11:45
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04