Matvælaverð og Viðreisn landbúnaðarins Margrét Gísladóttir skrifar 15. apríl 2023 15:00 Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Margrét Gísladóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hefur heimurinn tekist á við viðfangsefni sem hafa m.a. hrint af stað verðbólgu og vaxtahækkunum um allan heim. Ísland er þar engin undantekning og fjarri því eyland að þessu leyti. Verðbólga í mörgum löndum hefur því mælst með tveggja stafa tölum um langt skeið. Verðhækkanir á orku (gasi og eldsneyti) og matvöru hafa verið helstu drifkraftar verðbólgu í nágrannalöndum okkar, mörg hver þeirra sem tilheyra ESB. Gjörbreytt tollaumhverfi á fáum árum Ísland, líkt og Evrópusambandið, Noregur, Sviss og fleiri lönd sem við berum okkur saman við, leggur tolla á ýmis innflutt matvæli. Er það gert til að jafna samkeppnisstöðu innlends landbúnaðar gagnvart innflutningi, stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Í grein á Vísi 8. apríl síðastliðinn mælti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, með því að afnema tolla með öllu á hinar ýmsu matvörur. Ísland hefur reyndar gengið nokkuð langt í þeim efnum undanfarin ár. Með samningi við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur sem tók gildi 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Hér hefur því orðið gjörbreyting á tollaumhverfi matvæla á stuttum tíma. Auk þess er Ísland í dag eina landið innan Evrópu sem leggur ekki verðjöfnunargjöld á unnar landbúnaðarvörur. Hlutfall útgjalda til matvörukaupa svipað hér á landi og öðrum Norðurlöndum Samkvæmt upplýsingum af vef ESB um verðbólgu og hækkanir á matvælaverði námu verðhækkanir á mat sl. 12 mánuði (febrúar 2022 - febrúar 2023) að meðaltali um 19,5% í aðildarlöndum ESB, minnst um 9,1% á Kýpur og mest um 47% í Ungverjalandi. Á sama tíma hækkaði matvælaverð á Íslandi um 12,2%. Verðbólgan bitnar þannig á neytendum um alla Evrópu. Það er hins vegar staðreynd að matvælaverð hefur hækkað minna hér sl. 12 mánuði en í öllum aðildarlöndum ESB utan Kýpur. Þegar borið er saman hlutfall útgjalda til matvælakaupa af heildarútgjöldum heimilanna kemur í ljós að þau eru svipuð hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Samkvæmt tölum frá Eurostat fyrir árið 2021 var hlutfall útgjalda til matvörukaupa á Íslandi af heildarútgjöldum heimila svipað og á hinum Norðurlöndunum eða 12,8%. Það er ívið lægra en ESB-meðaltalið sem þá mældist 14,3%. Hæst var hlutfallið í Rúmeníu (24,8%) og lægst á Írlandi (8,3%). Hagræðing litin hornauga? Framleiðslukostnaður landbúnaðarvara er af ýmsum ástæðum hærri hér á landi en víða annarsstaðar. Þar má nefna launastig, veðurfar, fjarlægðir og svo vaxtakostnað sem leikur bæði heimili og fyrirtæki landsins grátt um þessar mundir. Þá hafa Samtök fyrirtækja í landbúnaði ásamt fleirum ítrekað bent á að afurðastöðvar í landbúnaði innan ESB og í Noregi búa við rýmri heimildir til samstarfs en hér á landi, til að ná fram ábata í þágu framleiðenda og neytenda. Þennan aðstöðumun þarf að leiðrétta og hefur matvælaráðherra boðað frumvarp sem mun taka á þessu gagnvart afurðastöðvum í kjötvinnslu. Þetta myndi skila af sér stærðahagkvæmni og lækkun framleiðslukostnaðar líkt og náðst hefur í mjólkurvinnslu á grundvelli 71. greinar búvörulaga. Þeim hugmyndum hefur Viðreisn barist gegn, þrátt fyrir augljóst samkeppnisforskot annarra þjóða á íslenskt atvinnulíf af þessum sökum. Bæði í Noregi og ESB, hvort sem er í ESB-rétti eða landsrétti einstakra landa, hefur landbúnaðurinn haft víðtækar undanþágur frá samkeppnisreglum í áratugi í þeim tilgangi að unnt sé að tryggja stórar og burðugar rekstrareiningar. Eina undanþáguregla til handa íslenskum landbúnaði í íslenskum rétti er heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að sameinast,gera með sér samkomulag um verkaskiptingu og hafa með sér annars konar samstarf til þess að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu mjólkurafurða. Hefur sú undanþáguregla sannarlega skilað sér í bættum hag bæði neytenda og bænda. Nú vill Viðreisn að sú undanþáguregla verði felld niður og Ísland, eitt Evrópuþjóða, verði án allra slíkra undanþágureglna fyrir landbúnaðinn. Að standa með innlendum atvinnurekstri Á sama tíma og þingmenn Viðreisnar vilja fella niður verndartolla á landbúnaðarvörur, koma í veg fyrir að heimila hagræðingu hjá kjötafurðastöðvum og afnema heimild afurðastöðva í mjólk til að vinna eftir sömu leikreglum og þekkist víða í ESB og Noregi, vilja þau þó standa með bændum og landbúnaðinum. Heillaráð væri að kynna sér vel landbúnaðarkerfi þeirra landa sem við helst berum okkur saman við, þær heimildir sem landbúnaðurinn býr við þar og veita innlendri framleiðslu sambærileg tækifæri til að hagræða, vaxa og dafna. Það er mun vænlegri leið til að standa með innlendum landbúnaði, bændum og neytendum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun