Úrslitaleikirnir gerast ekki mikið betri. Rhein-Neckar Löwen byrjaði betur og leiddi með þremur mörkum í hálfleik. Magdeburg kom til baka í síðari hálfleik og staðan var jöfn 27-27 að loknum venjulegum leiktíma.
Í framlengingunni komust Ljónin frá Löwen þremur mörkum yfir en aftur kom Magdeburg til baka og jafnaði metin, staðan 31-31 þegar flautan gall og því þurfti að grípa til vítakeppni. Þar skoruðu allir leikmenn beggja liða nema Gísli Þorgeir Kristjánsson og því gat Albin Lagergren tryggt Löwen titilinn með marki í næsta í vítakasti, sem hann og gerði. Ýmir Örn og félagar eru því þýskir bikarmeistarar árið 2023.
JAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Wir gewinnen gegen den SCM Magdeburg und holen uns den DHB-Pokal! Der absolute WAHNSINN, was unsere Mannschaft auf dem Feld abgerissen hat! Danke, für diese Emotionen & Erlebnisse! #RNLSCM #rnl #rnloewen #handball #Final4 pic.twitter.com/JKaX95ODoC
— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) April 16, 2023
Ýmir Örn skoraði eitt mark í liði Löwen en tók ekki vítakast. Gísli Þorgeir var frábær í leiknum og stór ástæða þess að Magdeburg komst alla leið í vítakeppnina. Hann skoraði fimm mörk og gaf fimm stoðsendingar.
Leikurinn um bronsið fór einnig fram í dag. Þar vann Flensburg fimm marka sigur á Lemgo, lokatölur 28-23. Teitur Örn Einarsson átti mjög góðan leik í liði Flensburg, hann skoraði fimm mörk og gaf tvær stoðsendingar.