Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 08:01 Sadio Mané þarf að punga út ágætis summu og gæti verið á leiðinni frá Bayern. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Mané gekk í raðir Bayern síðasta sumar en það hefur ekki alveg gengið nægilega vel hjá Senegalanum í Þýskalandi. Í tapinu gegn Man City lenti Mané og Sané saman sem leiddi til þess að Mané sló til þýska vængmannsins eftir leik. Höggið var nægilega þungt til að efri vör Sané stokkbólgnaði. Blaðamaðurinn Florian Plettenberg hefur greint frá því að Bayern hafi sektað Mané upp á 300 þúsund evrur eða rúmar 45 milljónir íslenskra króna. Plettenberg greinir einnig frá því að Tuchel, nýráðinn þjálfari Bayern, hafi engan áhuga á að halda Mané innan raða félagsins og allt verði gert til að selja framherjann í sumar. News #Mané: Understand the fine is more than 300k. @SkySportDE pic.twitter.com/v3w3c2daUa— Florian Plettenberg (@Plettigoal) April 16, 2023 Bayern er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 59 stig, tveimur meira en Borussia Dortmund þegar sex umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Liðið féll þó óvænt út úr þýsku bikarkeppninni eftir að Tuchel tók við og þá þarf það kraftaverk gegn Man City í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30 Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. 13. apríl 2023 11:30
Mané fékk bann og sekt fyrir kjaftshöggið Forráðamenn Bayern München hafa ákveðið að setja Sadio Mané í bann og sekta hann fyrir að slá liðsfélaga sinn, Leroy Sané, eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. 13. apríl 2023 15:00