Arnar Grétarsson: Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag Sverrir Mar Smárason skrifar 16. apríl 2023 22:18 Arnar Grétarsson tók við Val í vetur. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ósáttur með niðurstöðu leiksins og fannst hans lið eiga meira skilið en 0-2 tap gegn Breiðablik á heimavelli. „Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum. Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur frá því Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
„Þetta eru náttúrlega bara vonbrigði. Maður er ósáttur með að tapa leiknum. Ég er mjög sáttur við frammistöðuna. Erfiðar aðstæður og fáum mark á okkur stuttu eftir að við erum að sleppa í gegn þar sem Tryggvi er kannski smá klaufi og hefði getað gert betur en Anton Ari náði að gera vel. Svo í kjölfarið fáum við á okkur frekar ódýrt mark. Mér fannst við eiga skilið allavega að fara með jafna stöðu í hálfleik ef ekki einu marki yfir. Mér fannst við heilt yfir í fyrri hálfleik en erfitt að spila við þessar aðstæður. Þetta var jafn leikur og tvö lið sem ætluðu að sækja þessi stig. Svo féll þetta þeirra megin í dag,“ sagði Arnar. Liðunum gekk báðum illa að skapa sér álitleg marktækifæri í leiknum í kvöld og þá sérstaklega Valsmönnum sem ógnuðu nánast ekkert að marki Blika í leiknum. „Það er bara í svona leikjum þegar aðstæðurnar gera erfitt fyrir. Mikið að sendingum sem drífa ekki. Ég held að flest færi Blika í seinni hafi verið að menn voru að senda eitthvað út til hliða og við fáum keyrslu á okkur því sendingarnar eru ekki nógu fastar eða slíkt. Tryggvi vippar rétt yfir, skotið frá Guðmundi Andra og nokkrum sinnum komumst við upp. Það er í svona leikjum ekkert mikið um dauðafæri. Við vorum að kíkja á tölfræðina og það er allt mjög svipað. Munurinn er sá að þeir skora mark í fyrri hálfleik og við þurftum að elta leikinn. Það gekk illa að skapa færi í seinni hálfleik og mér fannst að þegar við vorum komnir upp á síðasta þriðjung þá voru smá erfiðleikar. Heilt yfir er ég ánægður með frammistöðuna en ósáttur við úrslitin,“ sagði Arnar. Ákjósanlegt hafsentapar Vals er á meiðslalistanum. Hólmar Örn hefur verið að glíma við nárameiðsli undanfarnar vikur og Elfar Freyr meiddist einnig í nára í gær. „Elli var að meiðast fyrir stuttu en ég held að það sé stutt í Hólmar. Mér fannst báðir strákarnir sem voru þarna í dag (Haukur Páll og Hlynur Freyr) leysa þetta mjög vel. Leiðinlegt fyrir Hlyn að sendingin hans út gerir það að verkum að þeir skora þetta annað mark. Það var ekki það sem varð okkur að falli í dag. Það er oft þunn lína á milli og þetta féll Blikamegin í dag en það er nóg eftir í þessu,“ sagði Arnar að lokum.
Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aldarfjórðungur frá því Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Breiðablik 0-2 | Íslandsmeistararnir komnir á blað Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir súrt tap gegn HK í 1. umferð. Meistararnir unnu góðan 2-0 útisigur á Val í kvöld og eru komnir á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 21:54
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf
Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Golf