Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl Ólafur Margeirsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Strætó Samgöngur Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun