Lionel Messi yfirgaf Barcelona fyrir tveimur árum þar sem félagið gat ekki boðið honum nýjan samning vegna bágrar fjárhagsstöðu félagsins. Argentínumaðurinn hélt þá til Parísar og hefur spilað fyrir París Saint-Germain allar götur síðan.
Það var þó deginum ljósara að Messi hafði lítinn sem engan áhuga á að yfirgefa Barcelona. Felldi hann tár þegar tilkynnt var að hann væri á förum frá félaginu.
Samningur hans þar rennur út í sumar og eru orðrómar á kreiki um að hinn 35 ára gamli Messi sé á leið til Katalóníu á nýjan leik.
Laporta, forseti Barcelona, gaf þeim sögusögnum byr undir báða vængi þegar hann var spurður af ungu stuðningsfólki félagsins hvort Messi væri á leiðinni „heim.“ Laporta játti því og ef marka má orð forsetans má reikna með því að Messi verði trítlandi um Nývang á næstu leiktíð.
¿Y Negreira?
— Carrusel Deportivo (@carrusel) April 16, 2023
-Ahora, ahora verás.
Messi, ¿al Barça?
-Sí.
¿Tranquilo para mañana?
-Y tanto.
Las palabras del presidente del @FCBarcelona, @JoanLaportaFCB, antes de la rueda de prensa por el 'Caso Negreira' destapado por @la_ser pic.twitter.com/XllzzdqGV9
Barcelona er með níu fingur á spænska meistaratitlinum þegar níu umferðir eru eftir af leiktíðinni. Verður það fyrsti deildartitill félagsins síðan 2018-19 en Madrídar-liðin tvö hafa unnið deildina undanfarin þrjú ár.