Meistarakeppni KSÍ, eða Meistarar meistaranna, er leikur á milli ríkjandi Íslands- og bikarmeistara. Segir Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, að um sé að ræða fyrsta leik í móti að mati leikmanna.
Leikurinn er merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn verður keppt um „Svanfríðarbikarinn.“ Um er að ræða nýjan farandbikar til heiðurs Svanfríði Guðjónsdóttur. Var hún fyrsta konan í stjórn KSÍ og vann ötullega að uppbyggingu kvennaknattspyrnu hér á landi.
Í Meistarakeppni kvenna 2023 verður í fyrsta skiptið keppt um Svanfríðarbikarinn, nýjan farandbikar til heiðurs Svanfríði Guðjónsdóttur, sem var fyrsta konan í stjórn KSÍ og hefur unnið ötullega að uppbyggingu knattspyrnu kvenna á Íslandi. https://t.co/i45QHXY8A9
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 17, 2023
„Svanfríður vann mikið með landsliði kvenna í knattspyrnu um árabil, útvegaði æfingaleiki og var því til halds og trausts á ýmsan hátt … Svanfríður var meðlimur í Umbótanefnd ÍSÍ fyrir konur í íþróttum um árabil og vann þar frábært starf að hagsmunamálum kvenna í íþróttahreyfingunni,“ segir í yfirlýsingu KSÍ frá því fyrr í dag þegar „Svanfríðarbikarinn“ var kynntur til sögunnar.
Þar sem Valur vann báða titlana á síðustu leiktíð þá verður það Stjarnan, liðið sem endaði í 2. sæti Bestu deildarinnar sem mun mæta Valskonum klukkan 19.30 á Hlíðarenda, heimavelli Vals.
Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi.