Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 15:00 Það kemur mikið til með að mæða á Hilmari Smára Henningssyni í kvöld. vísir/Diego Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Valur, Njarðvík og Tindastóll bíða spennt eftir úrslitum kvöldsins því þau ráða því hvaða lið mætast í undanúrslitum. Ef að Haukar vinna í kvöld mætast Valur og Tindastóll, og Njarðvík og Haukar. Ef að hins vegar Þórsarar komast í undanúrslitin þá mæta þeir deildarmeisturum Vals en Njarðvík og Tindastóll mætast þá í hinu einvíginu. Eftir 94-82 sigur Þórs gegn Haukum á laugardag er allt undir í kvöld og Máté var spurður að því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig spennustigið væri hjá hans mönnum. Hann var þá á leið á hádegisæfingu með sitt lið. „Blautir draumar“ um að báðir verði með „Við reynum að stilla spennustigið einhvern veginn þannig að menn séu „on it“ en ekki að prjóna yfir sig. Þetta snýst ekki alveg um spennustigið en við þurfum að vera með hörkuna í lagi miðað við síðasta leik. Þá vil ég frekar að menn séu aðeins að prjóna yfir sig frekar en hitt,“ sagði Máté. Norbertas Giga og Darwin Davis meiddust báðir í fyrsta leik einvígisins en Giga gat spilað í Þorlákshöfn á laugardaginn og mögulegt er að báðir verði með í kvöld: „Ég ætla ekki að segja að ég geri ráð fyrir því en ég er með blauta drauma um það,“ sagði Máté léttur í bragði en viðurkenndi að staðan væri ekkert frábær: „Við erum eiginlega á sama stað og á leikdag fyrir tveimur dögum, og stóri karlinn svo sem kominn á sama stað eftir síðasta leik. Það er bara hádegisæfing hjá okkur og svo til sjúkraþjálfara, og við reynum að tjasla mönnum saman fyrir kvöldið,“ sagði Máté en viðtalið var tekið í morgun. Leikur Hauka og Þórs hefst klukkan 19.15 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst hálftíma fyrir leik. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira