Að búa í dreifbýli eru forréttindi Ása Valdís Árnadóttir skrifar 18. apríl 2023 09:00 Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Satt best að segja gat ég ekki beðið eftir að flytja úr sveitinni eftir að hafa alist þar upp til 17 ára aldurs en eftir að hafa skoðað heiminn er ég nú komin aftur í sveitina og vil hvergi annarsstaðar vera. Ég get því með sanni sagt að ég skilji vel alla þá sem vilja búa, dvelja, hafa búsetu og bara yfirhöfuð langar vera í sveitinni þar sem hvergi er betra að vera. Hvert sveitarfélag byggist upp á samfélagi þar sem fólk hefur samskipti við hvert annað og er m.a. í skipulögðum félagsskap, en án þessara íbúa væri sveitarfélagið ekki til. Eftir að ég flutti aftur heim og byggði hús í sveitinni þá fór mig að langa að taka þátt í að byggja upp samfélagið í mínu sveitarfélagi og úr varð að ég bauð fram krafta mína á sveitarstjórnarstiginu. Fyrst sem varamaður í sveitarstjórn og svo sem oddviti og hef sinnt því hlutverki síðustu 5 ár. Fulltrúar í sveitarstjórn taka þátt í ákvarðanatöku um helstu mál sem varða sveitarfélagið þeirra og það er skylda sveitarstjórnarmanns að leitast við að taka afstöðu út frá mati á heildarhagsmunum samfélagsins. Eitt af stærstu málefnum hvers sveitarfélags eru skipulagsmálin en sveitarstjórnir fara með ákveðið skipulagsvald sem er einn af hornsteinum sjálfsstjórnarréttar sveitarfélaga. Unnar eru skipulagsáætlanir fyrir hvert sveitarfélag og þar hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetu og búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun í sínum skipulagsáætlunum. Skipulagsvaldinu fylgir mikil ábyrgð og fylgja sveitarstjórnir eðlilega fyrirmælum skipulags- og mannvirkjalaga í þeim efnum. Þar sem sveitarstjórnarmenn eru ekki kjörnir til setu í sveitarstjórn til að vera sérfræðingar í málefnum sveitarfélagsins þá hafa sveitarstjórnir jafnframt í flestum tilfellum fagmenntaða skipulags- og byggingarfulltrúa sem vinna við skipulags- og byggingarmál og eru kjörnum fulltrúum ráðgefandi í þeim efnum. Hafa ber í huga að þó sveitarstjórnir vinni skipulagsáætlanirnar eru þær allar auglýstar opinberlega og hafa íbúar, fasteignaeigendur og aðrir hagaðilar því tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og gagnrýni um allar áætlanirnar. Aðalskipulag hvers sveitarfélags er sú skipulagsáætlun sem taka þarf tillit til í öllum ákvörðunum um skipulags- og byggingarmál í sveitarfélaginu. Skilgreining aðalskipulags er samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 „skipulagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu“. Landnotkun samkvæmt sömu lögum og reglugerð þýðir „ráðstöfun lands til mismunandi nota, svo sem undir íbúðir, frístundahús, iðnað, verslun, útivist og landbúnað“. Hver landnotkunarflokkur hefur síðan ákveðna skilgreiningu og gilda ákveðnar reglur og lög um hvern flokk. Þegar aðalskipulag og þar með landnotkunarflokkar hvers sveitarfélags eru skoðaðir er auðvelt að sjá hvar sveitarstjórnir og vissulega aðrir hagaðilar hafa samþykkt að hafa landbúnaðarsvæði og íbúðarbyggð en það eru þeir landnotkunarflokkar sem sýna hvar fólk getur búið í íbúð eða húsi og skráð lögheimili sitt án allra vandkvæða. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru í boði fjölbreyttir búsetukostir í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Ég hvet alla til að skoða möguleikana og hlakka til að sjá ykkur í sveitinni. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun