Hurts orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 17:46 Jalen Hurts er tekjuhæsti leikmaðurinn í sögu NFL. Getty/Patrick Smith Jalen Hurts, er orðinn launahæsti leikmaður í sögu NFL eftir að hafa endursamið við Philadelphia Eagles í gær. Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda. NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Hurts er 24 ára leiksstjórnandi og var valinn númer 53 í nýliðavali NFL árið 2020. Hann sló í gegn á síðustu leiktíð og fær nú útborgað. Samningurinn er til 5 ára eða ársins 2028 og er upp á 255 milljónir Bandaríkjadala en árlega fær hann 51 milljón dollara í laun. Nú þegar er öruggt að hann fái 179 milljónir Bandaríkjadala greidda og er samningurinn þess eðlis að Eagles getur ekki sent hann til annars félags ef illa árar. Hann var valinn annar verðmætasti leikmaðurinn í NFL fyrir tímabilið 2023 á eftir leikstjórnandanum Patrick Mahomes. Þeir mættust einmitt í Super Bowl þar sem Mahomes hafði betur. Óhætt er að segja að Hurts hafi unnið sér inn fyrir laununum því hann hefur sett þó nokkur metin. Hurts átti stórkostlegt tímabil í fyrra og varð meðal annars fyrsti leikmaðurinn í sögu Superbowl til að skora tvö snertimörk í fyrstu tveimur leikhlutunum og fyrstur til að skora þrjú hlaupasnertimörk. Hann varð fyrstur í sögu NFL til að kasta yfir 300 jarda, hlaupa 70 jarda, og vera með 70 prósent af heppnuðum sendingum og hlaupasnertimark í leik á tímabili, úrslitakeppni eða Superbowl. Umboðsskrifstofan Klutch Sports Group sá um samningsmál Hurts og í teyminu hans eru einungis konur sem þykir mjög óvanalegt. Umboðsmaður hans, Nicole Lynn, varð fyrsta svarta konan í sögu NFL til að semja fyrir hönd leikstjórnanda.
NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn