Vanvirðing stuðningsmanna hafi áhrif á óhörðnuð börn Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. apríl 2023 21:36 Gjörningur stuðningsmanna Skallagríms á sunnudaginn þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn. Aðsent Stuðningsmenn Skallagríms tóku upp dagblöð og þóttust ekki vera að fylgjast með þegar leikmenn Hamars gengu inn á völlinn fyrir leik liðsins við Skallagrím í úrslitakeppni fyrstu deildar í körfubolta. Áhorfandi á leiknum vakti athygli á gjörningnum í Facebook-færslu sem hefur þegar verið deilt 345 sinnum. Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum. Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira
Athæfi stuðningsmanna Skallagríms hefur væntanlega átt að stuða leikmenn Hamars og ögra stuðningsmönnum liðsins. Það fór ekki vel í alla viðstadda. Þar á meðal Valkyrju Söndru Marz sem blöskraði hegðunin og skrifaði í kjölfarið færslu á Facebook um málið. Þar lýsti hún hegðun stuðningsmannanna sem vanvirðandi og benti á möguleg áhrif slíks gjörnings á yngri áhorfendur. Börn hafi ekki þroska til að skilja „trash talk“ Í færslu Valkyrjar biðlar hún til foreldra að líta sér nær og skrifar svo „Hamars menn mættu í minn heimabæ til spila leik við Skallagrím, lið sem ég æfði og spilaði með sem krakki. Þegar lið Hamars var kynnt inn tóku “pallabullurnar” í stúku Skallagríms upp fréttablaðið og þóttust vera að lesa, átti sennilega að vera góðlátlegt grín en fyrir mér vanvirðing & lélegar fyrirmyndir.“ Þá segir einnig „Niðri á gólfi og í stúkunni eru börn sem horfðu á þennan gjörning. Börn hafa ekki þroska til að skilja muninn á trash talk til að koma leikmanni úr jafnvægi, reyna að trufla skot & annað & svo svona gjörningi.“ Hún spyr hvort „við sem foreldrar og fullorðnir einstaklingar“ séum ekki komin lengra en þetta. Að lokum skrifaði hún „Það eru óharðnaðir ungir einstaklingar sem fylgjast með leikjum, vilja læra leiktækni, það eru ungir strákar sem spila með liðunum, erum við búin að gleyma hárri sjálfsvígstíðni karlmanna?Stopp, segi ég, það eru aðrar leiðir en þetta.“ Vildi opna umræðuna um hegðun fólks á íþróttaleikjum Fréttastofa hafði samband við Valkyrju til að ræða við hana um athæfi stuðningsmannanna og færsluna. Hún hafði ekki miklu að bæta við færsluna sjálfa en sagði að sér fyndist verið „að gefa skít í andstæðinginn“ með svona hegðun. Þetta ætti að vera rosa fyndið en sér fyndist það ekki. Valkyrja bjóst sjálf ekki við því að færslan myndi ferðast jafnvíða og hún gerði. „Mig langaði bara að opna umræðuna almennt um hegðun fólks á íþróttaleikjum,“ bætti hún við. Sjálf eigi hún þrjú börn og segir að það hegðun og munnsöfnuður fólks á íþróttaleikjum sé oft og tíðum galinn. „Ég er ekki heilög en það er alveg hægt að gera þetta öðruvísi,“ sagði Valkyrja að lokum.
Skallagrímur Hamar Borgarbyggð Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira