Mikil fækkun umframdauðsfalla Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. apríl 2023 15:59 Dánartíðnin hefur verið mjög há á Íslandi en er nú loksins að lækka. Vilhelm Gunnarsson Umframdauðsföllum á Íslandi fækkaði mikið í febrúar eftir gríðarlega aukningu í desember og janúar. Um tíma voru umframdauðsföll hvergi meiri í allri Evrópu en á Íslandi, 29 prósent, en í febrúar var hlutfallið komið niður í 10,7 prósent. Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Umframdauðsföll eru reiknuð út frá meðaltali áranna 2016 til 2019 og heldur tölfræðistofnun Evrópusambandsins, Eurostat, utan um tölfræðina. Hefur þessi mælistika verið mikið í umræðunni í tengslum við Covid-19 faraldurinn. Sumir telja að tölfræðin sýni að andlát vegna covid hafi verið mun fleiri en upp hafi verið gefin. Tímamót í Evrópu Dánartíðnin hefur verið mjög há í Evrópu undanfarin ár. Bæði í faraldrinum sjálfum og eftir hann. Febrúarmánuður árið 2023 var sá fyrsti í þrjú ár sem engin umframdauðsföll voru í Evrópu sem heild. Þvert á móti var hlutfallið í febrúar neikvætt um þrjú prósent. Hæst var hlutfallið 40 prósent, í nóvember árið 2020. Framan af í faraldrinum var hlutfallið mjög lágt hér á Íslandi. Síðan þá hefur það hækkað, til dæmis voru umframdauðsföll 54,4 prósent í marsmánuði árið 2022. Þrátt fyrir að hlutfallið hafi lækkað mikið í febrúar eru umframdauðsföll hvergi meiri í álfunni nema í Kýpur og Grikklandi. Hafa ber þó í huga að vegna smæðar landsins rokkar hlutfallið meira hér en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Landlæknir gagnrýnir útreikning Embætti landlæknis hefur gagnrýnt útreikning Eurostat og sagt hann ofmeta hlutfall umframdauðsfalla á Íslandi. Í tilkynningu frá því í nóvember árið 2022 segir að mánaðarlegar tölur Evrópsku tölfræðistofnunarinnar byggi á vikulegum dánartölum Hagstofu Íslands. Stofnunin hafi ekki undir höndum tölur um fjölda látinna eftir mánuðum og fjöldinn sé því áætlaður. Vikur skarist gjarnan við mánaðarmót. Þar að auki séu gögnin vigtuð og vísbendingar séu um að sú aðferð hafi hækkað hlutfall umframdauðsfalla fram úr hófi fyrir Ísland. „Ábendingar hafa verið sendar um þetta til Eurostat í samstarfi við Hagstofu Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22 Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Afnám aðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll Sóttvarnalæknir segir að afnám sóttvarnaraðgerða gæti útskýrt umframdauðsföll hér á landi á þessu ári. Ekki mældist aukning í umframdauðsföllum á Íslandi árin 2020 og 2021. 25. október 2022 19:22
Andlát vegna Covid-19 nokkuð fleiri hér á landi en áður var talið Yfirferð dánarvottorða hjá embætti landlæknis hefur leitt í ljós að samtals hafi orðið 153 andlát á Íslandi vegna Covid-19 frá upphafi faraldurs árið 2020 til 1. apríl síðastliðinn. Dauðsföll vegna Covid-19 eru því nokkuð fleiri en opinberar tölur höfðu áður sagt til um, en á síðunni covid.is sagði í síðustu viku að 120 manns hafi látist á Íslandi vegna sjúkdómsins. 17. maí 2022 07:26