Boris Bjarni Akbachev fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2023 00:59 Boris við kennslu hjá íþróttafræðinemendum við Háskólann í Reykjavík árið 2015. Háskólinn í Reykjavík Boris Bjarni Akbachev, goðsögn í handboltaþjálfun á Íslandi, er látinn 89 ára gamall. Boris kom að þjálfun margra af bestu handboltamönnum Íslandssögunnar. Stuðningsmönnum Vals var tilkynnt um andlátið í kvöld og fjölmargir lærisveinar hans í gegnum árin minnast hans á samfélagsmiðlum. Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Boris kom fyrst til Íslands frá Sovétríkjunum árið 1980 til að þjálfa hjá Val í um tvö ár. Þá tók hann við Valsliði sem var þekkt sem Mulningsvélin en lykilmenn voru komnir á aldur. Á þeim tíma tók hann unga og efnilega handboltamenn inn í Valsliðið sem áttu eftir að spila lykilhlutverk í landsliði Íslands síðar meir. Leikmenn eins og Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Júlíus Jónason og Geir Sveinsson. Boris Bjarni kom aftur til Íslands árið 1989 og þá var dvöl hans öllu lengri, eða allt til dagsins í dag. Hann þjálfaði hjá Val og varð svo aðstoðarmaður Þorbjörns Jenssonar með íslenska landsliðið. Með þá félaga í brúnni náði karlalandsliðið fimmta sæti á HM í Kumamoto 1997. Boris hefur búið til frábæra leikmenn, bæði hér á landi og í Rússlandi. Leikmenn á borð við Dag Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru í gegnum skóla Borisar Bjarna og fleiri Valsarar síðar meir auk efnilegra leikmanna hjá félögum á borð við Breiðablik, ÍBV og Hauka. Hann þótti í sérflokki í tækni- og einstaklingsþjálfun. Lét hann hafa eftir sér að stærsta vandamálið á Íslandi á sínum tíma að allir leikmenn væru þjálfaðir eins. Leikmaður sem væri lítill og aumur þyrfti ekki samskonar þjálfun og sá sem væri stór og sterkur. Hann skoðaði leikmenn með tilliti til veikleika þeirra og styrkleika og vann með leikmönnum í þeim þáttum. Boris Bjarni var sæmdur gullmerki Vals og silfurmerki Handknattleikssambands Íslands fyrir framlag sitt til handbolta hér á landi. Boris Bjarni lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.
Valur Andlát Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Guðfaðirinn tekur Óla Stef í kennslustund með smámynt ber að ofan Boris Bjarni Akbachev bjó Ólaf Stefánsson til sem handboltamann. 6. febrúar 2015 15:57