Rangfærslur allsráðandi í umræðu um umdeilt frumvarp Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 12:37 Þórdís Kolbrún mælti fyrir frumvarpinu í gær. vísir/vilhelm Formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins segir umræðu um umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um EES samninginn einkennast af rangfærslum. Einungis sé verið að bæta úr galla á innleiðingu samningsins, sem sé sá mikilvægasti sem gerður hefur verið í þágu íslensks atvinnulífs. Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum. Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Í gær mælti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra fyrir breytingu á EES-samningnum, sem felur í sér að ef lagaákvæði, sem innleiðir skuldbindingu samkvæmt samningnum, sé ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skuli það fyrrnefnda ganga framar. „Hér er ekki um að ræða nýja skuldbindingu, nýtt loforð eða breytingu. Þetta frumvarp felur ekki í sér breytingu á samskiptum okkar í gegnum EES-samninginn sem við höfum haft um 30 ára skeið,“ sagði Þórdís Kolbrún á Alþingi í gær. Frumvarp Þórdísar hefur verið afar umdeilt og telja einhverjir að með breytingunni sé gengið of langt og að vegið sé að stjórnarskrá. Sem dæmi telur Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, að með samþykkt frumvarpsins sé verið að „leggja stjórnarskrá lýðveldisins á bálköstinn“. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis ásamt Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar: Ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins, segir umræðu um frumvarpið einkennast af rangfærslum. „Það sem er kannski helst er þetta með að verið sé að brjóta gegn stjórnarskrá. Það er auðvitað rangt. Ef upp kæmi tilvik þar sem lög, byggð á EES-rétti, stönguðust á við stjórnskipunarlög, þá tekur þetta ákvæði ekki til þess. Það er heldur ekki verið að ræða það að EES-gerðir sem ekki hafa verið innleiddar í íslensk lög, hafi einhvern forgang umfram lagaákvæði sem gengur í berhögg við þær,“ segir Páll. Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Íslensk-evrópska verslunarráðsins. Frumvarpið sé töluvert einfaldara. „Það snýst einfaldlega um að tryggja að markmið EES-samningsins, sem er okkar mikilvægasti milliríkjasamningur, nái fram að ganga. Þannig náum við að tryggja hagsmuni fyrirtækja, neytenda og almennings.“ Með breytingunni sé verið að hnykkja á atriði sem ætti að vera löngu búið að innleiða í íslenskan rétt. „Það er mikilvægt að hafa það í huga, að það er einfaldlega verið að færa í lög ákvæði úr bókun 36 sem hefur verið í gildi áratugum saman, en hefur einfaldlega ekki verið nógu skýr,“ segir Páll að lokum.
Evrópusambandið Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira