„Þetta er afturför um heilan áratug“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. apríl 2023 15:00 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir nauðsynlegt að bregðast við stöðunni. Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna. Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Á síðustu árum hefur verið bent á mikla afturför í bólusetningum barna og ef marka má nýja skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, sem kom út í dag er ekkert lát þar á. 67 miljónir barna höfðu misst af reglubundnum bólusetningum árin 2019 til 2021, þar af 48 milljónir sem höfðu ekki fengið neinar bólusetningar, og bólusetningum hafði fækkað í 112 löndum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Vísindin og þekkingin er algjörlega til staðar til þess að bólusetja öll börn og skýrslan er að segja okkur að jafnaði er eitt af hverjum fimm börnum í heiminum að fara á mis við reglubundnar bólusetningar sem bjargar lífi þeirra, og við þetta á ekki að una,“ segir Birna. „Þessi fjöldi sem við erum að sjá núna, um 67 milljónir barna sem er á við alla íbúatölu Bretlands, þetta er afturför um heilan áratug,“ segir hún enn fremur. Mesta bakslagið er í efnaminni ríkjum, þar sem Indland og Nígería standa hvað verst, en sömuleiðis er afturför í öðrum ríkjum. Áhrifin hafa þegar gert vart við sig en til að mynda árið 2022 ríflega tvöfölduðust tilfelli mislinga miðað við árið þar á undan og fjöldi barna sem lömuðust vegna mænusóttar jukust um sextán prósent. „Við erum að sjá hækkandi tíðni sjúkdóma og hreinlega farsótta sem að við höfðum ekki séð. Bæði er aukin tíðni á svæðum sem að voru enn þá með þessa sjúkdóma en svo eru þeir líka að skjóta upp kollinum á svæðum þar sem það var talið að það væri búið að ná stjórn á þeim,“ segir Birna. Stemma þurfi stigu við tortryggni í garð bólusetninga Heimsfaraldur Covid-19 er einn helsti áhrifaþátturinn, þar sem samfélög voru lömuð og heilbrigðisstarfsmenn gátu ekki sinnt sínum störfum sem hægði á reglubundnum bólusetningum, auk þess sem vopnuð átök hafa haft hamlandi áhrif. Einnig eru aðrir þættir. „Það sem að Unicef er sérstaklega að vara við er einfaldlega aukin tortryggni í garð bólusetninga, traust til bólusetninga sé að minnka er að hafa áhrif á tíðni bólusetninga sem setur líf barna í hættu,“ segir Birna en í skýrslunni segir að þegar heimsfaraldurinn var í hámarki hafi traust almennings til bólusetninga minnkað í 52 löndum af þeim 55 sem voru rannsökuð. Að mati UNICEF þarf að afla frekari gagna til að sjá hvort minnkandi traust sé tímabundið ástand eða hvort það sé til marks um langtímaþróun. Er þó tekið fram að þegar litið er til annarra sjúkdóma, til að mynda mænusótt og mislinga, sé stuðningur við bólusetningar barna áfram tiltölulega hár. Helstu úrræðin séu þau að fjárfesta í bólusetningarherferðum, setja aukið fjármagn í bólusetningar, einna helst í samfélögum þar sem bólusetningum er ábótavant, og stemma stigu við tortryggni í garð bólusetninga með aukinni upplýsingagjöf meðal annars. Biðlað er til ríkisstjórna heims til að bregðast við en ljóst sé að áhrifin verði mikil verði ekkert gert. „Ef að börn eru ekki bólusett þá minnka líkur þeirra til tækifæra til heilbrigðs lífs, til þess að fá menntun og til þess að þroskast og dafna eins og þau eiga rétt á. Við gætum einfaldlega farið að sjá bara aukna tíðni barnadauða, það er það sem gerist,“ segir Birna.
Bólusetningar Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ákall um aukna fjárfestingu til bólusetninga Liam Neeson, góðgerðarsendiherra UNICEF og stórleikari, fer í ár fyrir alþjóðlegu ákalli UNICEF um aukna fjárfestingu til bólusetninga en einnig er vísindafólki, foreldrum og forráðamönnum, heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem koma að bólusetningum barna færðar þakkir fyrir framlag síðustu tvo áratugina. Tilefnið er Alþjóðleg vika bólusetninga sem nú er hafin. 26. apríl 2022 10:34
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent