Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður Árni Jóhansson skrifar 20. apríl 2023 21:10 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag. Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“ Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Þjálfari Tindastóls, Pavel Ermolinskij, var að vonum ánægður með margt í kvöld og þá sérsaklega hversu vel hans menn héldu áfram. Hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið léttir að hans menn hafi náð að byrja eins vel og raun bar vitni því ekki var víst við hverju hægt var að búast fyrir leik. „Léttirinn var sá að þeir voru ekki að rúlla yfir okkur. Þú vilt í það minnsta vera í jöfnum leik til að byrja með en að byrja svona það er frábært. Það sem stendur samt upp úr er hversu vel strákarnir héldu áfram. Framlagið hjá þeim var rosalegt.“ „Þetta er 85% framlagið þeirra, ég þurfti að gera 1-2 breytingar sem ég bað þá um og leystu þeir það stórkostlega. Ég hefði getað sleppt því og þeir sýnt sama kraft og það hefði dugað. Það var ofboðslega lítið sem ég þurfti að gera“, sagði Pavel þegar hann var spurður að því hvort þetta væri eitthvað sem hann setti upp fyrir leik eða hvort þetta væru strákarnir hans að taka andann með sér inn á völlinn. Er það þá verkefni hans á milli leikja að halda mönnum á jörðinni milli leikja? „Það er málið, við sýndum það í dag og ég veit það, að þessir menn fara ekkert hátt upp. Þetta eru vinnumenn, þetta eru hestar, þeir halda áfram að hlaupa þegar, eins og í dag, gefst tækifæri á að slaka á á einhverjum tímapunkti en þeir gerðu það ekki. Verkefnið okkar er einfalt. Það er að segja við þá að þeir vita hvað þeir eiga að gera og þeir eiga að gera það aftur. Það er ekki þannig alls staðar en með þetta lið þá er það nóg. Það er hægt að segja við þá gerið það sama og síðast og þá munu góðir hlutir gerast.“ Pavel var ekki á því að Njarðvíkingar hafi lagst fyrir Stólunum heldur að hans menn hafi gert það að verkum að heimamenn lúffuðu þegar hann var spurður að því hvort það hafi komið honum á óvart hvernig Njarðvíkingar virtust missa trúna í byrjun leiks. „Þeir lögðust ekkert, ég held að við höfum lagt þá. Það er allt í lagi að segja það stundum. Þetta er ekki ólíkt því sem við upplifðum í leik þrjú á móti Keflavík. Það var ekki endilega þannig að við vorum að spila illa heldur var Keflavík að eiga frábæran leik. Það var málið í dag. Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður. Það er mikið meiri gæði, kraftur og karakter í þessu Njarðvíkur liði en ég ætla ekki að leyfa þeim að þetta hafi verið eitthvað þeirra megin sem skóp þennan sigur. Þetta var okkar megin.“
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíking í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. 20. apríl 2023 20:42