O2-höllinn hefur verið heimavöllur Íslendingsins Gunnars Nelson undanfarið og því spurning hvort hann hugsi sér gott til glóðarinnar og vilji snúa aftur í bardagabúrið í sumar.
Gunnar barðist síðast þann 18. mars síðastliðinn, á bardagakvöldi UFC í London, og vann hann þar yfirburðasigur á Bryan Barberena með uppgjafartaki í fyrstu lotu.
It s official - we re coming back to the UK this summer! @DanaWhite has confirmed our return for #UFCLondon on July 22nd!
— UFC (@ufc) April 21, 2023
[ Register for ticket info https://t.co/vQWQkkD3ir ] pic.twitter.com/IfN7XmUvKr
Þar með hefur Gunnar unnið tvo bardaga í röð og báðir hafa þeir farið fram í O2-höllinni.
Í kjölfar sigursins á Barberena var kastljósið komið á Gunnar og í upphafi mánaðarins steig kollegi hans í veltivigtardeildinni, Michael Chiesa, fram og sagðist vilja berjast við Gunnar.
Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour
— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023
https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE
„Ég myndi elska að berjast við Gunnar Nelson, ég tel að hann yrði verðugur andstæðingur. Ég veit að hann er laus og hefur áhuga á þessu líka. Vonandi getum við látið verða af þessu,“ sagði Chiesa í þættinum The MMA Hour.
Á þeim tíma var orðrómurinn, um mögulegt bardagakvöld UFC í London þann 22. Júlí, kominn á kreik en enn sem komið er hefur Gunnar ekki tjáð sig um ummæli Chiesa.
Hátt skrifaður bardagakappi
Michael Chiesa er, líkt og Gunnar, afar reynslumikill bardagakappi og hátt skrifaður á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC.
Þegar þessi frétt er skrifuð situr Chiesa í 12. sæti á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar en Gunnar er ekki á meðal 15 efstu á þeim lista.
Bardagi við Chiesa, sem á að baki 18 sigra í blönduðum bardagalistum á sínum atvinnumannaferli, sér í lagi ef hann endar með sigri Gunnars ætti því að verða til þess að hann myndi skjótast ofarlega á styrkleikalista UFC.
Hins vegar er óljóst á þessari stundu hvort Gunnar hyggist snúa aftur í bardagabúrið svona fljótt eftir síðasta bardaga sinn. Í viðtölum eftir bardagann gegn Barberena mátti lesa í orð Gunnars að hann væri ekkert að stressa sig á hlutunum og lægi ekkert á að ákveða næstu skref strax.
Það vinnur þó með honum að hafa komist í gengum bardagann gegn Barberena óskaddaður og því forvitnilegt að sjá hvað næstu vikur bera í skauti sér.