Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2023 13:15 Teikning af Jack Teixeira í umdæmisdómi Boston í síðustu viku. Hann er sakaður um að hafa misfarið með leyniskjöl. AP/Margaret Small Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Jack Teixeira, 21 ára gamall flughermaður, var handtekinn og sakaður um að leka leyniskjölum til um fimmtíu manna hóps tölvuleikjaspilara í síðustu viku. Lekinn í Discord-samskiptaforritinu er talinn hafa hafist í október og Teixeira hafi með honum mögulega viljað ganga í augun á félögum sínum. Í skjölunum var meðal annars að finna greiningu bandarískra varnarmálayfirvalda á stöðunni í Úkraínu og á ýmsum banda- og fjandmönnum Bandaríkjanna. Teixeira hafði aðgang að gögnunum í krafti öryggisheimildar sem hann naut sem upplýsingatæknifræðingur á flugherstöð í Massachusetts. Nú fullyrðir New York Times að Teixeira hafi verið byrjaður að leka leyniskjölum mun fyrr og í mun stærri spjallhópi. Rannsókn blaðsins sýnir að notandi sem passi við Teixeira hafi verið byrjaður að birta leynilegar njósnir um stríðsrekstur Rússa á annarri Discord-rás með um sex hundruð meðlimum innan við 48 klukkustundum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Deildi enn fyrr og í mun stærri hóp Á meðal þess sem Teixeira deildi í stærri hópnum voru tölur um mannfall í röðum bæði Rússa og Úkraínumanna, upplýsingar umsvif rússnesku leyniþjónustunnar og aðstoð sem Bandaríkin sendu Úkraínumönnum. Notandinn hélt því fram að gögnin kæmu frá Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA), leyniþjónustunni (CIA) og öðrum leyniþjónustustofnunum. „Ég er með svolítið meira en opinberar upplýsingar. Kosturinn við að vera í leyniþjónustudeild USAF,“ skrifaði notandinn þegar einhver dróg fullyrðingar hans um herstyrk Rússa í efa. USAF er skammstöfun bandaríska flughersins. Tveimur dögum áður en Rússar tilkynntu að þeir ætluðu að hörfa frá nágrenni Kænugarðs við upphaf innrásarinnar skrifaði Teixeira í hópnum að hann hefði stórar fréttir. „Það gætu verið áform um að draga hermenn vestur af Kænugarði til baka, það er að segja þá alla!“ skrifaði notandinn. Upplýsingarnar sagði hann koma frá NSA. Teixeira sagði notendum í hópnum að hann skimaði sérstaklega leynilegar upplýsingar um stríðið í Úkraínu. Þegar notandi hvatti hann til þess að misnota ekki aðgang sinn að leyniskjölum svaraði hann: „Of seint“. Hann bauðst jafnvel til þess að senda notendum utan Bandaríkjunum einkaskilaboð með gögnum sem þeir hefðu áhuga á. Fundu hópinn á nokkrum andartökum Ólíkt leikjaspilarahópnum sem var lokaður var hægt að finna stærri hópinn í gengum Youtube-rás. Blaðamenn New York Times höfðu uppi á Discord-hópnum á nokkrum sekúndum eftir að einn notenda hópsins benti þeim á hann. Óljóst er hvers vegna yfirvöld uppgötvuðu lekann ekki fyrr. Washington Post segir að alríkislögreglan FBI hafi þegar rætt við netvini Teixeira sem voru í lokaða Discord-hópnum. Notendur hafa sagt blaðinu að í hópnum hafi verið Rússar og Úkraínumenn auk annarra erlendra ríkisborgara. Teixeira á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist. Hann hefur enn ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Upplýsingar úr gögnunum hafa farið víða á undanförnum mánuðum og vikum. Þær hafa meðal annars verið efni í fréttir. Þá virðist hafa verið átt við sum skjölin sem Teixeira deildi eftir að þau fóru í umferð á netinu. Meðal annars virðist hafa verið átt við tölur um mannfall í innrásinni til þess að láta líta út fyrir að fleiri Úkraínumenn hafi fallið en Rússar.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48