Hrökklast frá vegna ofsafenginna viðbragða við trans áhrifavaldi Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2023 15:02 Margir bandarískir íhaldsmenn voru froðufellandi af reiði þegar Bud light fékk trans konu til þess að auglýsa bjórinn á samfélagsmiðlum. AP/Jacquelyn Martin Yfirmaður markaðsmála fyrir bandarísku bjórtegundina Bud light, er farinn í leyfi eftir að samstarf fyrirtækisins við trans áhrifavald vakti ofsafengin viðbrögð íhaldsmanna. Reiðir hægrimenn ákváðu að sniðganga vörur framleiðandans. Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga. Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Allt varð vitlaust þegar Bud light fékk Dylan Mulvaney, trans konu og áhrifavald með á elleftu milljón fylgjenda á samfélagsmiðlum, til þess að auglýsa bjórinn. Hún birti meðal annars myndband af sér þar sem hún opnaði dós af Bud light á Instagram með myllumerkinu #Budlightfélagar. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Reiðir íhaldsmenn sökuðu fyrirtækið um að hafa orðið of „meðvitað“ (e. woke) um samfélagsmál. „Woke“ var upphaflega orð sem svartir Bandaríkjamenn notuðu um að vera meðvitaðir um kynþáttamismunun og fordóma. Það hefur á undanförnum misserum orðið að almennu skammaryrði íhaldsmanna yfir frjálslynd viðhorf sem oft tengjast fjölmenningu og kynhneigð. Tónlistarmaðurinn Kid Rock birti meðal annars myndband af sjálfum sér þar sem hann skaut dósir af Bud light með riffli til þess að mótmæla því að Mulvaney hefði verið fengin til að auglýsa vöruna. CNN-fréttastofan greindi frá því í síðustu viku að Anheuser-Busch, móðurfélagi Bud light, hefði borist fjöldi hótanna vegna málsins, meðal annars sprengjuhótana. Liður í vaxandi andúð á trans fólki Anhauser-Busch, móðurfélag Bud light, sagði fyrr í þessum mánuði að fyrirtækið ynni með hundruðum áhrifavalda til þess að tengja við viðskiptavini af öllum sviðum samfélagsins. Nú staðfestir það að Alissa Heinerscheid, varaforseti markaðsmála hjá Bud light, sé farin í ótímabundið leyfi. Fyrrverandi yfirmaður Budweiser tekur við stöðunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Fordómar og árásir á trans fólk hafa farið vaxandi vestanhafs á undanförnum misserum samhliða harðri gagnrýni þarlendra íhaldsmanna á kynleiðréttingaraðgerðir. Íhaldsmenn hafa meðal annars sakað kennara sem ræða við börn um kynhneigð og gervi um að vera barnaníðinga. Sum ríki þar sem repúblikanar fara með völd hafa sérstaklega bannað eða takmarkað meðferð fyrir trans börn og í sumum tilfellum fullorðna einstaklinga.
Áfengi og tóbak Bandaríkin Hinsegin Auglýsinga- og markaðsmál Málefni trans fólks Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira